
Jacek Krzysztof Karczmarczyk hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás, gagnvart karlmanni, með því að hafa, miðvikudaginn 13. desember 2023, í verslun AB varahluta í Reykjanesbæ, ýtt manninum utan í hillu með líkama sínum og síðan í kjölfarið veitt honum eftirför inni í versluninni og sparkað með hné sínu í vinstra læri eða síðu hans.
Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa ítrekað hótað sama manni lífláti sama ár og árásin átti sér stað en það átti sér stað í og við verslun AB varahlut í Reykjanesbæ.
Karczmarczyk játaði brot sitt en hann hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi.
Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi en er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs er maðurinn ekki starfsmaður AB varahluta.
Komment