Í dagbók lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu frá því í dag er greint frá því að tilkynnt hafi verið um aðila vera að selja landa úr bifreið. Haft var uppi á bifreiðinni sem og aðilanum þar sem landinn var haldlagður. Málið er í áframhaldandi rannsókn að sögn lögreglu.
Fjórir ökumenn voru sektaðir fyrir að vera með filmur í fremri hliðarrúðum eða framrúðu.
Tilkynnt var um aðila að gramsa í munum fyrir utan stofnun í Reykjavík. Viðkomandi hafi síðan farið í burtu á ökutæki sem reyndist stolið. Lögreglumenn höfðu uppi á manninum en hann reyndist einnig vera vímaður. Hann var vistaður í klefa fyrir rannsókn málsins.
Þá var tilkynnt um rúmdýnu á miðri Reykjanesbraut. Vegagerðin kom á sama tíma og lögregla og fjarlægði dýnuna.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment