
Nú um helgina stendur yfir landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll en talið er að um fjölmennasta landsfund í sögu flokksins verði að ræða þegar allir hafa verið taldir.
Mikil barátta er um formannsembættið en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir þingmenn flokksins sækjast báðar eftir því. Þá má ekki gleyma Snorra Ásmundssyni listamanni sem einnig hefur tilkynnt um framboð sitt. Þá berjast Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir um varaformannsembættið.
Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður, setti fundinn formlega með ávarpi sínu klukkan 16:30 í dag en eitthvað gekk gestum fundarins illa að leggja bílum sínum löglega því tugum bíla var lagt ólöglega fyrir utan höllina og í nærliggjandi götum upp úr 17:00.
Ljósmyndari Mannlífs tók myndir af nokkrum þeirra en rétt er að taka fram að nóg var af tómum bílastæðum á bílastæði Laugardalsvallar á sama tíma.

Komment