1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

8
Menning

Kókómjólkin hans Króla

9
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

10
Peningar

Hagnst um 70% meira

Til baka

Landsmenn boðaðir í nýja krabbameinsskimun: „Þetta er langþráður áfangi“

Alma Möller heilbrigðisráðherra – Mynd/Landlæknisembættið
Alma Möller heilbrigðisráðherra - Mynd/Landlæknisembættið

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi er nú að hefjast og mun hópur landsmanna á næstu dögum fá boð um að taka þátt í skimun en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Til að byrja með verður um 200 manns boðin þátttaka í prufuhópi en almennar skimanir munu hefjast um leið og prófunum lýkur.

„Þetta er langþráður áfangi sem nú er að raungerast og stórt skref í lýðheilsumálum. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið sem greinist á Íslandi og um tíu prósent allra krabbameina sem greinast. Meðalaldur við greiningu eru 69 ár. Með snemmgreiningu má finna þessi mein á byrjunarstigi og þá eru oftast góðar líkur á lækningu. Það er því til mikils að vinna og mikið gleðiefni fyrir okkur öll að þessum áfanga sé nú náð,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra um málið.

Sögulegur áfangi

„Við höfum unnið lengi að undirbúningi lýðgrundaðrar skimunar fyrir þessari tegund krabbameina og því virkilega ánægjulegt að vera komin af stað,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Þetta er sögulegur áfangi, við höfum verið að skima fyrir krabbameini í brjóstum í nærri fjóra áratugi og leghálskrabbameini í 60 ár og nú er kominn tími til að bæta þessari þriðju tegund skimana við.“

Sjálfspróf sent heim

Samkvæmt tilkynningunni er markmiðið með skimuninni er að greina forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi hjá einkennalausu fólki. Góður árangur hefur náðst í skimunum fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini og standa vonir til þess að sama gildi um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Eins og með hinar skimanirnar fær fólk fyrst sent bréf í gegnum Heilsuveru þar sem því er boðið að taka þátt en ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Hægt verður að senda sýnið með pósti eða skila því á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu.


Komment


Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur