
Leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, sem er þekktur sem Taxý Hönter á samfélagsmiðlum, greinir frá því að hann hafi verið tekjulaus síðan í maí en í þeim mánuði segist hann segist hafa skilað inn leigubílaleyfi sínu.
Mikið hefur farið fyrir Friðriki á samfélagsmiðlum á undanförum árum þar sem hann vekur athygli á meintu svindli erlendra leigubílstjóra sem starfa á Íslandi. Hann tekur reglulega upp myndbönd af þeim við vinnu og birtir á samfélagsmiðlum. Margir netverjar hafa í gegnum tíðina þakkað honum í athugasemdakerfum samfélagsmiðla fyrir vinnu sína en á sama tíma telja einhverjir leigubílstjórann vera ýta undir kynþáttafordóma með framsetningu sinni og orðanotkun. Þá eigi hann til að setja fram fullyrðingar um fólk án þess að færa sönnur fyrir því.
„Maður sér orðræðuna á samfélagsmiðlum og fólk sem tekur öllu sem hann segir sem heilögum sannleik. En hann hefur ekki góðan skilning á hvernig ábyrgð og svoleiðis liggur inni hjá Isavia og Samgöngustofu,“ sagði Unnar Örn Ólafsson, viðskiptastjóri samgöngu- og fasteignatekna á Keflavíkurflugvelli um Friðrik. Hann nefnir einnig að Friðrik hafi ítrekað áreitt samstarfskonu sína á flugvellinum sem tengist málum hans á engan hátt.
Í færslu sem Friðrik birtir á síðu sinni segir hann frá því að lagðar hafi verið inn á tæpar 1,4 milljónir króna inn á reikning í hans eigu en hann hefur hvatt fólk til að styrkja sig í baráttu sinni. Þá hafi helmingurinn af peningnum farið í lögfræðikostnað.
„Ég er með nóg efni liggjandi sem á erindi við almenning og til að vekja upp samfélagslegar spurningar. 700.000kr komu strax fyrstu helgina bara frá fjáröflun meðal leigubílstjóra, restin hefur mestmegnis verið frá almenningi,“ skrifar Friðrik.
Komment