1
Innlent

Konan sem rændi kettinum Diego í átökum við afgreiðslukonu

2
Peningar

Slæmar fréttir fyrir fólk með verðtryggð lán

3
Heimur

Ungur bílstjóri olli dauða þriggja vina sinna

4
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

5
Innlent

Harmar „slæma upplifun“ Írisar Vönju á viðbrögðum lögreglunnar

6
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

7
Skoðun

Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki

8
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

9
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

10
Heimur

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

Til baka

Líffæri fjarlægð úr líki úkraínskrar blaðakonu áður en það var afhent

„Það er ekki hluti af venjubundinni krufningu að fjarlægja barkakýlið“

Віка-Рощина
Viktoria RoshchynaBlaðakonan mátti þola gríðarlegar pyntingar í haldi Rússa.

Áður en rússnesk yfirvöld skiluðu líkamsleifum úkraínska blaðamannsins Viktoriu Roshchyna til Úkraínu í síðustu viku höfðu nokkur líffæri verið fjarlægð, þar á meðal augun og heilinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum frönsku samtakanna Forbidden Stories. Roshchyna lést í haldi Rússa í september síðastliðnum, meira en ári eftir að hún var fyrst handtekin af Rússum á hernumdu svæði í Úkraínu.

Roshchyna hvarf í ágúst 2023 á meðan hún var að fjalla um málefni í hernumdum hluta Úkraínu. Það var þó ekki fyrr en í maí 2024 sem rússnesk yfirvöld játuðu fyrst að þau hefðu tekið hana höndum. Í október fékk faðir hennar bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt var að hún hefði látist 19. september. Sex mánuðum síðar, 24. apríl 2025, tilkynntu úkraínsk stjórnvöld að lík hennar hefði loks verið sent heim.

Samkvæmt heimildarmanni tengdum rannsókn málsins voru augun, heilinn og hluti barkakýlisins fjarlægð úr líkinu áður en það var afhent. Einnig var tungubeinið, sem staðsett er fremst í hálsinum, brotið. Réttarmeinafræðingur sem ræddi við blaðamenn sagði að þessi fjarlæging gæti hafa verið til þess að reyna að fela merki um pyntingar sem rússnesk öryggissveit hefði beitt hana.

„Það er ekki hluti af venjubundinni krufningu að fjarlægja barkakýlið,“ útskýrði sérfræðingurinn. „Barkakýlið og tungubeinið geta veitt sterkar vísbendingar um kyrkingu. Þegar einstaklingur er kyrktur, brotnar tungubeinið oft. Einnig má finna blæðingu í vefjum augans og súrefnisskort í heilanum.“

Úkraínski stríðsglæparannsakandinn Yuriy Belousov sagði að fleiri merki um pyntingar hafi fundist á líkama Roshchyna, þar á meðal skrámur, marblettir, brotið rifbein, hálsáverkar og hugsanleg brunasár á fótum sem gætu stafað af raflosti. Dánarorsök hefur ekki enn verið staðfest.

Heimildarmaður hjá úkraínskum lögregluyfirvöldum sagði að það væri ekki óalgengt að rússnesk yfirvöld afhenti lík fanga með fjarlægðum líffærum. Yfirvöld í Rússlandi skýra þetta yfirleitt með því að það sé hluti af „venjubundnu verklagi við krufningu“, en það gæti líka verið til þess að fela merki um misnotkun.

Í mars 2025 birtu úkraínskir blaðamenn heimildarmyndina Vika’s Last Assignment, þar sem fyrrverandi klefafélagi Roshchyna lýsir hrottalegum pyntingum og ómannúðlegum aðstæðum sem hún bjó við síðustu mánuði lífs síns.

Rússneski útlagamiðilinn Meduza fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Sólveig Anna Jónsdóttir
Slúður

Sólveig tókst á við móður trans barna

Vesturbæjarlaug
Innlent

Nær allar sundlaugar borgarinnar lokaðar í sumar

Heiða Björg borgarstjóri
Pólitík

Reykjavíkurborg vísar á bug frétt Morgunblaðsins

81779419_822972801498082_5559865054620688400_n
Heimur

Minningarmálverk af Kobe og Gigi Bryant skemmt með veggjakroti

Heimir Már Pétursson
Pólitík

Miklar breytingar á stjórn RÚV

494238459_10162385426232964_1045639532629654083_n
Innlent

Kristinn Hrafnsson hitti Lula og Assange í Róm

VÆB
Menning

VÆB sigurstranglegri en áður

Eyvör netöryggi
Pólitík

Hrafnkell nýr stjórnarformaður Eyvarar