Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um líkamsárás í Laugardalnum. Einnig var tilkynnt um slagsmál og ágreining í óskyldu máli í sama hverfi.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og vörslu fíkniefna í Garðabæ.
Óskað var aðstoðar vegna hnupls úr verslun í Breiðholti.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, akstur án gildra ökuréttinda og vörslu fíkniefna í Grafarvogi.
Nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir umferðarlagabrot, meðal annars óvirk ljósker og hraðakstur. Síðan voru einhverjir sektaðir fyrir að taka í farsíma án handfrjáls búnaðar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment