1
Pólitík

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“

2
Heimur

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar

3
Innlent

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi

4
Innlent

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir

5
Menning

Örmögnun á Borgarbókasafninu

6
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

7
Minning

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban

8
Fólk

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi

9
Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

10
Heimur

Unglingur á Kanarí grunaður um ofbeldisfullt rán á eldri borgara

Til baka

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

„Ég var punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“

Tinna Rún Jónasdóttir
Tinna Rún JónasdóttirTinna Rún upplifði niðurlægingu
Mynd: Aðsend

Tinna Rún Jónasdóttir lögfræðinemi birti myndband á TikTok þar sem hún segir frá niðurlægingu sem hún varð fyrir á árshátíð Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík þann 1. nóvember síðastliðinn.

Í myndskeiðinu segist Tinna hafa fengið skilaboð frá samnemanda sínum nokkrum dögum fyrir árshátíðina þar sem hún var spurð hvort það mætti sýna eftirfarandi myndband á árshátíðinni. Myndbandið sýndi dreng herma eftir TikTok-myndbandi Tinnu en hún tók vel í þetta. Það sem hún vissi hins vegar ekki var að þetta yrði eina myndbandið sem yrði notað í atriðinu.

„Það sem ég vissi ekki var það að þetta var eina vídeóið sem var sýnt og það var ekkert meira,“ segir Tinna í myndbandinu og heldur áfram: „Þetta var lokaatriðið í dagskránni. Ég var eitthvað svona punchline á 300 manna viðburði fyrir nemendur lagadeildarinnar.“

Tinna segist hissa á að fólk eigi að hlæja af myndbandi sem gerir grín að henni þar sem hún er að vera hún sjálf og hafa gaman.

„Pælið í því að við erum í alvörunni á þeim stað að vera að rakka niður fólk bara fyrir að vera það sjálft,“ segir Tinna ennfremur í myndbandinu. „Mér finnst þetta bara svo ruglað. Ég hélt í alvörunni að á þriðja ári í lögfræðinni myndi ég ekki lenda í svona public humiliation“.

Mannlíf ræddi við Tinnu Rún um málið en hún segist hafa búist við að grínmyndbandið yrði hluti af stærra myndbandi með fullt af gríni en raunin hafi verið sú að aðeins þetta myndband var sýnt.

MyndbandiðHið téða árshátíðarmyndband

Segir hún að samkvæmt vinkonum hennar sem voru á árshátíðinni hafi myndbandinu ekki verið tekið vel af gestum hátíðarinnar.

„Samkvæmt vinkonum mínum þá var eiginlega dauðaþögn í salnum þegar myndbandið var sýnt nema að einhverjir úr stjórninni hefðu hlegið, ekki veit ég af hverju. Og margir voru bara stuðaðir. Ég veit alveg um nokkra sem fóru fólki í stjórn Lögréttu og skemmtó og spurðu hvað væri í gangi.“

Tinna segist hafa ekki fengið skilaboð frá formanni Lögréttu fyrr í gær með „einhverskonar afsökunarbeiðni, þrátt fyrir að margir hafi kvartað beint eftir árshátíðina.“ Í afsökunarbeiðninni, sem Mannlíf hefur séð, er tekið fram að vegna tæknilegra vandræða á árshátíðinni og því hafi aðeins verið hægt að sýna seinni helming árshátíðarmyndbandsins.

Í skriflegu svari til Mannlífs segist stjórn Lögréttu vera „miður“ sín vegna „upplifunar“ Tinnu.

„Myndbandið sem um ræðir var hluti af lengra árshátíðarmyndbandi og var á engan hátt eina myndbandið sem var sýnt. Við erum miður okkar að þetta hafi verið hennar upplifun, en við fengum ítrekað og skýrt samþykki fyrir birtingu myndbandsins. Ætlunin var aldrei að láta neinum líða illa og við höfum komið því á framfæri við viðkomandi.“

Þegar Mannlíf bar þessi orð undir Tinnu sagðist hún vera hissa, þar sem að sögn vina hennar sem voru á árshátíðinni, voru nokkrar glærur sýndar með myndbandinu af henni. Tinna sendi svo eftirfarandi svar á Mannlíf:

  1. Glærukynning er ekki árshátíðarmyndband.
  2. Ég er ekki meðlimur í Lögréttu og þetta fólk er ekki vinir mínir og þau heilsa mér ekki á göngunum - og ég var ekki á staðnum þegar myndbandið var sýnt.
  3. Upphaflega stóð til að hafa "feitan kall" á mynbandinu en þau ákváðu að hafa mig í staðinn. Þetta er eitthvað sem ég fékk að vita eftir á, frá manneskju innan úr stjórninni.
  4. Ég samþykkti ekki að vera með eina videoið heldur að vera partur af árshátíðarvídeói sem var ekki sýnt.
  5. Þau fóru sérstaklega inn á mína miðla til að finna myndband af mér sem þeim fannst nógu hallærislegt til að birta. Afhverju ég? Afhverju völdu þau mig til að nota í þessu efni?
  6. Það segir alla söguna að fólk í salnum hafi ekki hlegið og að þau hafi fengið kvartanir en ekki látið mig vita.
  7. Eina ástæðan fyrir því að ég vissi af þessu var að vinir mínir fóru að tékka á mér af því að þeim var bæði brugðið og misboðið og áttu erfitt með að trúa því að ég hefði samþykkt svona niðurlægjandi efni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban
Minning

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban

Skotvopnaleyfi samþykkt fyrir 10.000 ólöglega landnema
Heimur

Skotvopnaleyfi samþykkt fyrir 10.000 ólöglega landnema

Örmögnun á Borgarbókasafninu
Menning

Örmögnun á Borgarbókasafninu

Mótorhjólaáhrifavaldur lést í umferðarslysi
Heimur

Mótorhjólaáhrifavaldur lést í umferðarslysi

Radiohead aflýsir óvænt tónleikum í Kaupmannahöfn vegna veikinda Yorke
Heimur

Radiohead aflýsir óvænt tónleikum í Kaupmannahöfn vegna veikinda Yorke

Andri Snær, Svavar Knútur og Ísold Ugga fá listamannalaun þetta árið
Menning

Andri Snær, Svavar Knútur og Ísold Ugga fá listamannalaun þetta árið

Unglingur á Kanarí grunaður um ofbeldisfullt rán á eldri borgara
Heimur

Unglingur á Kanarí grunaður um ofbeldisfullt rán á eldri borgara

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá
Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi
Myndir
Fólk

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar
Heimur

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

Innlent

Blæddi úr höfði manns eftir skófluárás
Innlent

Blæddi úr höfði manns eftir skófluárás

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

Líðan Dorritar ágæt eftir árásina en hana dreymir um meiri tíma á Íslandi
Innlent

Líðan Dorritar ágæt eftir árásina en hana dreymir um meiri tíma á Íslandi

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir
Innlent

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi
Innlent

Lögreglan rannsakar andlát í Kópavogi

Loka auglýsingu