
RimahverfiMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Roman Z/Wikipedia
Tveir piltar voru handteknir í Grafarvogi í gærkvöld eftir að tilkynnt var um vopnaða menn í hverfinu en þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Lögreglan brást skjótt við tilkynningunni og fann svo mennina í heimahúsi. Þar reyndust einnig vera tvö skotvopn, sem lagt var hald á. Aðilarnir eru báðir innan við tvítugt og var annar færður á Stuðla, en hinn í fangageymslu lögreglunnar. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort piltarnir hafi ætlað að nota skotvopnin til að ógna öðrum.
Nokkur viðbúnaður var vegna málsins, en þó hefðbundinn í ljósi tilkynningarinnar og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra á vettvangi í gærkvöld.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment