Mannanafnnefnd hefur samþykkt nöfnin Elri, Silfurregn, Anída, Sky, Dúni, Josephine, Matheó, Inganna, Torben, Kaleo, Rökkur, Hamína, Teodor, Nicolai og Raggý. Ekki neinum nöfnum var hafnað í þetta skipti.
Nefndin greinir frá þessu í úrskurðum sem birtrr voru í fyrradag. Þá var einnig fallist á föðurkenninguna Lársson.
Nöfnin Rökkur, Elri og Sky eru færð á mannanafnaskrána yfir kynlaus nöfn og nafnið Matheó er fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Matheo.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment