
Albanskur karlmaður sem handtekinn var á Akureyri í maí á þessu ári hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnalagabrot.
Hann er ákærður fyrir að hafa laugardagskvöldið 10. maí 2025, verið með í söluskyni í vörslum sínum á þáverandi dvalarstað sínum á H-Hostel á Akureyri, í vörslum sínum þegar hann var handtekinn og í bifreið sem hann hafði til umráða, eftirtalið magn af fíkniefnum: 35 grömm af amfetamíni, 22,9 grömm af kókaíni, 9,91 grömm af maríhúana, 39,69 grömm af kannabisstönglum og 14 millilítra af kannabisblönduðum vökva.
Þá var einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings með sölu á ávana og fíkniefnum eða öðrum refsiverðum brotum, að fjárhæð 325.259 krónur.
Í ákærunni er talið líklegt að maðurinn eigi lögheimili á Ítalíu eða Albaníu.
Mál hans verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í janúar á næsta ári.

Komment