
Maria var gripin glóðvolgMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Maria Josefa Exposito Urriza í fangelsi en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Maria var ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 4. september 2025 staðið að innflutningi á samtals 1.993,83 grömmum af kókaíni, með styrkleika 74-75%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti ákærða til Íslands sem farþegi með flugi frá Sviss til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku ákærðu.
Maria játaði brot sitt og var dæmd í 21 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hún hafði aldrei áður gerst brotleg hér á landi.
Þá þarf hún að greiða 1.611.165 krónur í sakarkostnað.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment