
Voff voff voffMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu um að brúni hundamítillinn (Rhipicephalus sanguineus) hafi greinst á hundi sem var í skoðun á Dýraspítalanum í Víðidal vegna kláða og útbrota í andliti.
Greining fór fram á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Brúni hundamítillinn hefur ekki oft greinst hér á landi og er ekki landlægur á Íslandi. Í hvert sinn hefur tekist að uppræta hann. Matvælastofnun vinnur markvisst að því að koma í veg fyrir að þessi sníkjudýrategund nái fótfestu hér á landi.
Matvælastofnun hvetur alla hundaeigendur til að:
- Skoða húð og feld hunda sinna reglulega
- Vera vakandi fyrir kláða, roða eða sárum í húð
- Hafa tafarlaust samband við dýralækni ef grunur vaknar um mítla
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment