
MAST Í Reykjavík
Mynd: Víkingur
Matvælastofnun upplýsir um innköllun á Bakalland sultan rúsínum vegna óeðilegrar lyktar og bragðs sem Market ehf. flytur inn. Fyrirtækið í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness-HEF hefur innkallað vöruna.
Tilkynningin barst til Íslands í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar heldur farga eða skila í verslun.
Eingöngu er verið að innkalla eftirfarandi lotur:
- Vörumerki: Bakalland
- Vöruheiti: Sultana raisins / Sultan rúsínur
- Framleiðandi: Food Well Sp. z.o.o.
- Innflytjandi: Market ehf.
- Framleiðsluland: Pólland.
- Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 0002490513 / 31/08/2026.
- Dreifing: Euro Market Smiðjuvegi, Hamraborg og Skakkholti
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment