
MAST á Selfossi
Mynd: Brynhildur Jensdóttir
Matvælastofnun vara neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir jarðhnetur á Gula miðanum Ashwagandha frá Heilsu ehf. Grunur er um að varan innihaldi jarðhnetur sem eru ekki merktar á umbúðum vörunnar. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða þeir geta skilað vörunni þarsem hún var keypt eða snúið sér beint til Heilsu ehf.
Eftirfarandi framleiðslulotur eru innkallaðar:
- Vörumerki: Guli miðinn
- Vöruheiti: Ashwagandha
- Geymsluþol: Best fyrir dagsetningar 01/2028, 12/2027, 06/2027 og 10/2027.
- Lotunúmer: Lotur 25/3/54, 24/46/8, 24/16/16 og 24/39/6.
- Framleiðandi: Lifeplan
- Framleiðsluland: Bretland
- Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1, 112 Reykjavík
- Dreifing: Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver,
Apótekarinn, Lyf og Heilsa, Lyfsalinn, Apótek Vesturlands, Melabúðin, Urðarapótek, Apótek
NOR, Borgar apótek, Reykjanesapótek, Apótek Garðabæjar, Austurbæjarapótek, Heilsuhúsið
Kringlan, Siglufjarðarapótek, Þín verslun Kassinn og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment