Þingflokkar á Alþingi hafa nú í fyrsta sinn tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks en greint var frá því í tilkynningu frá yfirvöldum í síðustu viku.
Hlutverk talsmannanna er að gæta hagsmuna fatlaðs fólks á þinginu og tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. Greint var frá að Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefðu verið tilnefnd sem talsmennirnir.
Athygli vakti að ekki neinn þingmaður frá Miðflokknum var tilnefndur og sendi Mannlíf fyrirspurn á félags- og húsnæðismálaráðuneytið vegna þess. Í svari frá Sigrúnu Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, kemur fram að allir þingflokkar hafi verið beiðnir um að tilnefna einstakling í þetta hlutverk en það hafi Miðflokkurinn ekki gert.
Sigrún vísaði á Miðflokkinn þegar hún var spurð um ástæðu þess að flokkurinn tilnefndi engan sem talsmann.
Miðflokkurinn hefur ekki svarað fyrirspurn Mannlífs um þetta málefni.


Komment