Nú styttist óðum í sveitarstjórnarkosningar og eru stjórnmálaflokkar landsins að keppast um að koma saman listum og er ýmsum aðferðum beitt í þeim efnum.
Miðflokkurinn hefur ákveðið að stilla upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 í Hafnarfirði. Flokkurinn hvetur fólk sem hefur áhuga á að taka þátt að byggja um framboð flokksins í bæjarfélaginu góð.
Þá hvetur flokkurinn áhugasama sem hafa áhuga að fara í framboð fyrir flokkinn að setja sig í samband.
Miðflokkurinn bauð fram undir nafninu Miðflokkurinn & óháðir í Hafnarfirði árið 2022 og var Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, efstur á lista í það skipti en fékk flokkurinn aðeins 2,8% atkvæða.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment