
Minningarmálverk af hinum látna Kobe Bryant og dóttur hans Gigi var nýverið skemmt með veggjakroti en málverkið varð vettvangur augljóslegs ágreinings milli veggjalistamanna.
Verkið sýnir körfuboltagoðsögnina í búningi Lakers að kyssa dóttur sína á kinnina. Málverkið hefur verið þakið hvítri málningu og merkt með veggjakroti.
Í efra horninu, þar sem upprunalegi listamaðurinn, „Sloe Motions“, hafði skrifað nafn sitt, virðist einhver hafa strokað nafnið út og skrifað: „Haltu áfram að blaðra, drusla.“
Sú hótun var svo krossuð yfir ... og ný skilaboð birtust undir: „Láttu nafnið þitt koma fram, drusla! Ekki vera hrædd(ur).“
Listaverk sem heiðra Kobe og Gigi eru algeng í Los Angeles eftir hörmulegt andlát þeirra í janúar 2020 en hundruð slíkra má finna í borginni og þótt borgin sé vön veggjakroti, er almenn samstaða um að slíkar minningarmálverk eigi að vera óhreyfðar.
Ekki hefur komið fram hver stendur á bak við skemmdarverkið, en ljóst er að sá hinn sami hefur ekki einungis móðgað upprunalega listamanninn, heldur einnig körfuboltasamfélagið í heild.
Söfnun hefur verið sett af stað til að endurheimta málverkið í upprunalegri mynd.
Komment