
Tveir gistu fangaklefa lögreglu í nótt61 mál var skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Víkingur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í dagbók sinni frá því í gærkvöldi og í nótt að hún hafi verið kölluð til vegna rúðubrots og að málið sé í rannsókn.
Ökumaður var stöðvaður vegna þess að hann ók of hratt en sá var mældur á 139 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Lögregla var kölluð til vegna minni háttar umferðaróhapps. Einnig vegna þjófnaðar í tveimur verslunum.
Lögregla var kölluð til þar sem tilraun hafði verið gerð til innbrots í bifreið. Þjófurinn hafði ekki erindi sem erfiði en bíllinn skemmdist lítillega við tilraunina.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment