
44 mál voru bókuð af lögregluEkki var gefið upp hversu margir gistu fangaklefa.
Mynd: Hafnarfjarðarbær
Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er sagt frá því að aðili hafi verið handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og ofbeldi gagnvart lögreglumanni í hverfi miðbæ Reykjavíkur. Sá var vistaður í fangageymslu. Þá voru tveir handteknir fyrir slagsmál og óspektir á almannafæri í miðbænum.
Tveir voru handteknir í Hafnarfirði en þeir eru grunaðir um innbrot í verslun í Hafnarfirði og voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu.
Einn var handtekinn fyrir vopnalagabrot í Breiðholti. Samkvæmt lögreglunni var hann vopnaður höggvopni á almannafæri.
Svo var líka tilkynnt um þjófnað á vespu í Mosfellsbæ en ekki eru gefnar nánari upplýsingar um málið af lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment