Það verður heldur betur rokkað á Selfossi 6. - 7. febrúar á næsta ári en þá verður hátíðin HELLFOSS haldin í fyrsta skipti.
Tíu hljómsveitir koma fram á hátíðinni og er hljómsveitin Misþyrming ein þeirra en hún hefur í áratug verið ein af mest spennandi rokkhljómsveitum landsins. Hún hefur gefið út þrjár plötur á þeim tíma, sem allar hafa hlotið góða dóma og aflað þeim vinsælda í mörgum löndum.
Helst er hægt nefna lögin Orgia og Hælið af plötunni Algleymi en samanlagt hafa þessi tvö lög fengið rúmar tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Þá hefur lagið Blóðhefnd, sem er að finna á nýjustu plötu sveitarinnar, vakið mikla lukku hjá þungarokksaðdáendum.
Hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni
Misþyrming
Forgarður Helvítis
Devine Defilement
Une
Volcanova
Auðn
Mercy Buckets
Showguilt
Slysh
False Majesty


Komment