
Margrét Löf neitar sök í málinuHefur verið í varðhaldi síðan í apríl.
Mynd: Facebook
Súlunesmálinu svokallaða hefur verið frestað en aðalmeðferð í málinu átti að hefjast í dag en Vísir greindi fyrst á þessu.
Margrét Löf er ákærð í málinu fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og fyrir að hafa reynt að gera slíkt hið sama við móður sína en atvikið átti sér stað í apríl í fyrra á heimili foreldra hennar í Súlunesi í Garðabæ. Margrét hefur neitað sök í málinu.
Heimildir Vísis herma að réttarmeinafræðingur muni gegn hlutverki sérfræðimenntaðs dómara en sá einstaklingur sá sér ekki fært að mæta á þeim tíma sem upphaflega var áætlað að aðalmeðferð myndi hefjast. Viðkomandi er búsettur erlendis.
Búist er við því að þinghaldið verði lokað og verður dómurinn fjölskipaður.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment