1
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

2
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

3
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

4
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

5
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

6
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

7
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

8
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

9
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

10
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Til baka

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Múlaþing ítrekar skyldur sínar við úthlutun húsnæðis

Fellabær
FellabærMúlaþing segist þurfa að fara eftir lögum og reglum
Mynd: YouTube-skjáskot

Í kjölfar atburðar sem átti sér stað í Fellabæ í vikunni, og mikillar umræðu á samfélagsmiðlum undanfarna daga, hefur Múlaþing sent frá sér yfirlýsingu þar sem sveitarfélagið ítrekar að það sé bundið af lögum og reglum þegar kemur að úthlutun félagslegs húsnæðis. Málið snýr að dæmdum barnaníðingi sem hefur verið úthlutað íbúð í Fellabæ en á hann var ráðist á miðvikudag en Mannlíf sagði frá árásinni fyrst fjölmiðla.

„Sveitarfélög eru bundin því að framfylgja settum lögum og reglum, til dæmis við úthlutun íbúða í þeirra eigu, út frá þeim forsendum sem lögin tilgreina að heimilt sé að hafa til hliðsjónar, og einvörðungu þeim forsendum,“ segir í tilkynningunni.

Múlaþing undirstrikar að við búum í réttarríki þar sem einstaklingar sem hafa tekið út dóm eiga rétt á að snúa aftur til samfélagsins. „Mikilvægt er að hafa í huga að við búum í réttarríki þar sem fólk fær dóm og tekur hann út, að honum liðnum hefur sama fólk tilverurétt og þarf að geta aðlagast samfélaginu á ný,“ segir enn fremur.

Sveitarfélagið fordæmir með skýrum hætti árásina sem átti sér stað á tjaldsvæðinu í Fellabæ í vikunni þar sem ráðist var á barnaníðing sem þar dvaldi, og minnir á að einstaklingar séu ekki nafngreindir í ákveðnum dómum til að vernda fórnarlömb. Það sé því alvarlegt mál þegar nafn og myndir séu birtar á samfélagsmiðlum.

„Við skiljum uppnám og áhyggjur en málin verða hvorki leyst með ofbeldi né óvarkárri umræðu á samfélagsmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni.

Múlaþing bendir jafnframt á mikilvægi fræðslu, samhygðar og opins samtals, bæði innan fjölskyldna og samfélagsins í heild. Sveitarfélagið vísar einnig til þess að septembermánuður sé tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði og hvetur fólk til að sýna aðgát í nærveru sálar.

Í tilkynningunni er að lokum bent á hvert hægt sé að leita eftir aðstoð, meðal annars til lögreglu, heilbrigðisþjónustu, Afliðs, Píeta-samtakanna, Bjarmahlíðar og hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Austurfrétt sagði frá því í morgun að Héraðsdómur Austurlands hafi hafnað beiðni lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir manninum sem réðist á manninn en árásin er metin sem alvarleg af lögreglunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Fjölskyldumeðlimur er sagður hafa sagt til hans
Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

„Kastalinn“ í Kópavogi falur
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall
Landið

Starfsmenn álversins á Reyðarfirði kjósa um verkfall

Eitt af blómum Páls Óskars
Menning

Eitt af blómum Páls Óskars

Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Múlaþing ítrekar skyldur sínar við úthlutun húsnæðis
Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Alþingismanni ekki borist kæra
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

Seðlabankastjóri rannsakaður
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi
Innlent

Handtekinn grunaður um ólöglega dvöl á Íslandi

Loka auglýsingu