
ÞjófurinnGrímukæddi maðurinn hljóp út með tvær úlpur
Mynd: TikTok-skjáskot
Hlynur Snær Stefánsson, annar eigandi Sportbássins í Faxafeni birti myndskeið fyrir stuttu sem sýnir karlmann hlaupa frá 66° Norður verslun sem einnig er í Faxafeni, með tvær rándýrar úlpur í fanginu.
Maðurinn er grímuklæddur og virðist hafa stolið úlpunum en hann tók á rás út úr versluninni með úlpurnar.
Mannlífi er ekki kunnugt um nákvæmt verð á úlpunum en ljóst er að þær kosta tugi þúsunda króna.
Hvorki náðist í Hlyn Snæ, né í verslun 66° Norður við gerð þessarar fréttar.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið.
@hlynursnaer7 Menn aðeins að ræna úr 66* Norður😵💫
♬ original sound - Lenny
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment