
Nanna Rögnvaldar skellihlær að ósmekklegheitum siðfræðingsins Stefáns Einars Stefánssonar, sem meðal annars líkti rithöfundinum við færeyskt skerpikjöt í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál nýlega.
„Mér fannst Nanna Rögnvaldar ekki smekkleg kona en svo virðist hún hafa farið á Ozempic og hún er bara orðin eins og færeyskt skerpikjöt. Hver vill borða mat frá svona konu? Mynduð þið kaupa matreiðslubækur frá henni? Ég bara missi matarlystina við tilhugsunina,“ sagði Stefán Einar í þættinum.
Í samtali við Mannlíf segir Nanna það rangt hjá Stefán Einari að hún hafi farið á Ozempic, hún hafi farið í aðgerð „bara til að bæta heilsuna“.
Hvað varðar annað sem Stefán lét út úr sér sagði Nanna skellihlæjandi: „Þetta er með því fyndnasta sem ég hef heyrt lengi.“ Bætti hún svo við: „En fyrst að siðfræðingur segir þetta, þá hlýtur það að vera rétt, er það ekki?“ Eftir meiri hlátur segir Nanna að lokum: „Æ, kall greyið.“

Komment