1
Pólitík

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

2
Innlent

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar“

3
Peningar

Auglýsing vekur hneykslun: „Græða helling af peningum“

4
Fólk

Rosie O´Donnell og Lyle Menendez eru trúnaðarvinir

5
Fólk

Anna er ekki „púlari“ en ætlar að fagna með þeim í dag

6
Fólk

Grunaður í ránsmáli Kim Kardashian lést skyndilega rétt fyrir réttarhöld

7
Heimur

Noregur stofnar formlega til stjórnmálasambands við Palestínu

8
Skoðun

Fangelsismál í skugga minnimáttarkenndar

9
Innlent

Búðarþjófnaður, ökuníð og eignarspjöll

10
Heimur

Forsætisráðherra Grænlands ræðir framtíðarsamstarf við Dani í skugga kröfu Trumps um yfirráð

Til baka

Noregur stofnar formlega til stjórnmálasambands við Palestínu

Nýskipaður sendiherra Palestínu afhenti Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf.

GpTcCYkW4AELQTs
Haraldur Noregskonungur og sendiherra Palestínu.Hans hátign tekur á móti trúnaðarbréfum Marie Sedin.
Mynd: Samfélagsmiðillinn X

Norsk yfirvöld tilkynntu á fimmtudag að landið hafi nú formlega stofnað stjórnmálasamband við Palestínu, sem markar mikilvægt skref hjá Norðurlandaþjóðinni á sama tíma og Ísrael heldur áfram grimmilegu stríði sínu gegn Gaza.

Tilkynningin fór fram samhliða formlegri afhendingu trúnaðarbréfa nýskipaðs sendiherra Palestínu í Noregi, Marie Sedin.

Við hátíðlega athöfn í konungshöllinni afhenti Sedin trúnaðarbréf sín hans hátign Haraldi Noregskonungi.

Formleg viðurkenning Noregs á Palestínu mun opna dyr fyrir sendiráð í Osló og er mikilvægt vináttutákn milli þjóðanna.

Með Noregi hafa nú 13 Evrópuríki formlega viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, auk þess sem 148 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa einnig gert slíkt hið sama. Ísland er eitt þessara ríkja.

Stuðningur við sjálfstæði Palestínu

Noregur ákvað að viðurkenna Palestínu sem ríki 22. maí í fyrra, þegar Ísrael jók árásir sínar á Gaza og drap tugþúsundir Palestínumanna.

Norska ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að Palestínumenn eigi rétt á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti.

Noregur styður tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn fái að lifa í friði í eigin ríkjum.

Síðan í október 2023 hefur Ísrael drepið yfir 51.200 Palestínumenn í stríði sínu gegn Gaza og særð hundruð þúsunda til viðbótar.

Ísrael stendur nú frammi fyrir þjóðarmorðsmáli fyrir Alþjóðadómstólnum (ICJ) vegna hernaðaraðgerða sinna á svæðinu.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf einnig út handtökuskipunir í nóvember síðastliðnum á hendur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og fyrrverandi varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í Gaza.

Noregur varð fyrsta Evrópuríkið sem lýsti því yfir opinberlega að það myndi handtaka Netanyahu og Gallant ef þeir kæmu til landsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


maðuríkína
Heimur

Maður stökk í gegnum glugga í miðju rifrildi við kærustuna

Oscar
Innlent

Áríðandi bréf til ráðherra

Lögregla
Innlent

Tilkynnt um hnífahópaslagsmál

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangelsismál í skugga minnimáttarkenndar

shutterstock_621593360
Fólk

Grunaður í ránsmáli Kim Kardashian lést skyndilega rétt fyrir réttarhöld

Þorsteinn V. Einarsson
Innlent

„Hættulegustu einstaklingar í lífum íslenskra kvenna eru hvítir íslenskir karlar“

Salah
Sport

Óstöðvandi Liverpool rústar Tottenham og tryggir sér enska meistaratitilinn

Jón Gnarr árið 2025
Pólitík

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið