1
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

2
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

3
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

4
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

5
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

6
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

7
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

8
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

9
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

10
Innlent

Innbrot og þjófnaður í Garðabæ

Til baka

Noregur stofnar formlega til stjórnmálasambands við Palestínu

Nýskipaður sendiherra Palestínu afhenti Haraldi Noregskonungi trúnaðarbréf.

GpTcCYkW4AELQTs
Haraldur Noregskonungur og sendiherra Palestínu.Hans hátign tekur á móti trúnaðarbréfum Marie Sedin.
Mynd: Samfélagsmiðillinn X

Norsk yfirvöld tilkynntu á fimmtudag að landið hafi nú formlega stofnað stjórnmálasamband við Palestínu, sem markar mikilvægt skref hjá Norðurlandaþjóðinni á sama tíma og Ísrael heldur áfram grimmilegu stríði sínu gegn Gaza.

Tilkynningin fór fram samhliða formlegri afhendingu trúnaðarbréfa nýskipaðs sendiherra Palestínu í Noregi, Marie Sedin.

Við hátíðlega athöfn í konungshöllinni afhenti Sedin trúnaðarbréf sín hans hátign Haraldi Noregskonungi.

Formleg viðurkenning Noregs á Palestínu mun opna dyr fyrir sendiráð í Osló og er mikilvægt vináttutákn milli þjóðanna.

Með Noregi hafa nú 13 Evrópuríki formlega viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, auk þess sem 148 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa einnig gert slíkt hið sama. Ísland er eitt þessara ríkja.

Stuðningur við sjálfstæði Palestínu

Noregur ákvað að viðurkenna Palestínu sem ríki 22. maí í fyrra, þegar Ísrael jók árásir sínar á Gaza og drap tugþúsundir Palestínumanna.

Norska ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst því yfir að Palestínumenn eigi rétt á sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti.

Noregur styður tveggja ríkja lausn, þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn fái að lifa í friði í eigin ríkjum.

Síðan í október 2023 hefur Ísrael drepið yfir 51.200 Palestínumenn í stríði sínu gegn Gaza og særð hundruð þúsunda til viðbótar.

Ísrael stendur nú frammi fyrir þjóðarmorðsmáli fyrir Alþjóðadómstólnum (ICJ) vegna hernaðaraðgerða sinna á svæðinu.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf einnig út handtökuskipunir í nóvember síðastliðnum á hendur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og fyrrverandi varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í Gaza.

Noregur varð fyrsta Evrópuríkið sem lýsti því yfir opinberlega að það myndi handtaka Netanyahu og Gallant ef þeir kæmu til landsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

Fáir staðir á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á slíka útivistarsælu
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra
Sport

Stuðningsmenn Blackburn í skýjunum vegna Andra

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

Halla vill minna málþóf á Alþingi
Pólitík

Halla vill minna málþóf á Alþingi

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði
Landið

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða
Pólitík

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

„Við erum staðráðin í að halda áfram baráttunni“
Naut stangaði mann til bana
Myndband
Heimur

Naut stangaði mann til bana

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael
Heimur

Olivia Colman og Mark Ruffalo kalla eftir sniðgöngu kvikmynda frá Ísrael

Loka auglýsingu