1
Heimur

Lík fundið í leit að hinni 18 ára Hönnu

2
Heimur

Karlmaður látinn eftir hörmulegt slys á Kanarí

3
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

4
Innlent

Höfðingjasetur til sölu við Elliðavatn

5
Pólitík

Ráðherra og þingmenn lýsa yfir stuðningi við Stein

6
Pólitík

„Þessu ofbeldi verður að linna“

7
Fólk

Stefán Pálsson segir „hávísindalega tilraun“ í gangi í Eskihlíðinni

8
Innlent

33 ára karlmaður gripinn með byssu

9
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

10
Pólitík

Guðmundur blæs á sögusagnir um kosningasímtöl frá föngum

Til baka

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja“

Steinunn Ólína kallar eftir nánara samstarfi við Norðurlönd og Evrópu.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn Ólína ÞorsteinsdóttirLeikkonan skrifaði áhugaverða Facebook-færslu
Mynd: Kári Sverris

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, varar við veikri stöðu Íslands í breyttu alþjóðakerfi og segir hættulegast að „hlýða og þegja“ á tímum þar sem vald taki við af reglum í samskiptum ríkja.

Í Facebook-færslu sinni sem hún birti í hádeginu í dag, vísar hún til orða forsætisráðherra Kanada á Alþjóðaefnahagsþinginu í Davos, þar sem hann lýsti því yfir að alþjóðaskipulagið í þeirri mynd sem við þekkjum væri liðin tíð. Að mati Steinunnar eru þau orð ekki ýkt:

„Hann segir einfaldlega upphátt það sem margar minni þjóðir skynja: Heiminum er ekki lengur stjórnað með reglum, heldur er honum stjórnað og ógnað með þrýstingi og valdi.“

Hún bendir á að Kanada hyggist, í ljósi þessarar þróunar, efla eigið afl og leiða bandalag meðalstórra ríkja, en staða Íslands sé gjörólík:

„Ísland getur það ekki. Við höfum engan her, flytjum inn mest allt eldsneyti og mat og öryggi okkar byggir alfarið á náð og miskunn annarra.“

Að hennar mati sé mikilvægt að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel þótt umræðan sé erfið:

„Sjálfstæði Íslands nú er ekki raunhæfur kostur. En umræðan skiptir okkur máli.“

Steinunn Ólína varar sérstaklega við því að treysta á einn verndara eða eina leið fyrir lífsnauðsynlegar aðföng:

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja. Að þykjast vera fullveldi en búa við mjög viðkvæma stöðu í reynd.“ Bætir hún við: „Það er ekki fullveldi. Það er uppgjöf.“

Í færslunni leggur hún áherslu á að Ísland eigi enn val, þótt landfræðileg staða geri það að verkum að landið geti ekki staðið eitt:

„Við getum ekki reitt okkur á einn verndara. Við verðum að styrkja norrænt og evrópskt samstarf og hugsanlega leita hófanna víðar?“

Hún telur jafnframt að tryggja verði fjölbreyttar aðfangaleiðir og líta á grunninnviði sem öryggismál:

„Við verðum að líta á matvæli, eldsneyti, siglingar og neðansjávarkapla sem þjóðaröryggismál.“

Að lokum segir Steinunn Ólína að stærsta vopn smáríkja sé trúverðugleiki og virðing fyrir alþjóðalögum:

„Í heimi þar sem valdboð tekur við af reglum verða öruggustu smáríkin ekki þau sjálfstæðustu, heldur þau smáríki sem vinna svo náið og djúpt með öðrum þjóðum að enginn hafi efni á því, að láta smáríkið, Ísland, falla.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrír blaðamenn og tvö börn drepin á Gaza
Heimur

Þrír blaðamenn og tvö börn drepin á Gaza

Þrír Palestínumenn úr sömu fjölskyldunni meðal fórnarlamba Ísraelshers
Björn segir Reykjavík eiga fjöldamet í bílastæðum
Innlent

Björn segir Reykjavík eiga fjöldamet í bílastæðum

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá
Menning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga
Fólk

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga

Ungir menn fluttu inn ótrúlegt magn af grasi
Innlent

Ungir menn fluttu inn ótrúlegt magn af grasi

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann
Myndband
Heimur

Maður í lífshættu eftir að lögreglubíl var ekið á hann

Désirée prinsessa lést í svefni
Heimur

Désirée prinsessa lést í svefni

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi
Heimur

Forsetaflugvél Trump snúið við í skyndi

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót
Pólitík

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista
Myndir
Fólk

Glæsilegt einbýlishús á rólegum stað í Grafarvogi á sölulista

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife
Heimur

Ferðamaður lést eftir hjartaáfall á strönd á Tenerife

Pólitík

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja“
Pólitík

„Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja“

Steinunn Ólína kallar eftir nánara samstarfi við Norðurlönd og Evrópu.
Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni
Pólitík

Okkar Borg notast við gervigreindarlag í kosningabaráttunni

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum
Pólitík

Okkar Borg vill bílakjallara með öllum íbúðum

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót
Pólitík

Segir Miðflokkinn geta boðið bandaríska sendiherranum á þorrablót

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga
Pólitík

Brynjar Níelsson hæðist að veikindum Guðmundar Inga

Loka auglýsingu