1
Innlent

Veðurfræðingur segir kuldatölur á landinu „sláandi“

2
Innlent

Garðabæjarharmleikurinn: Dóttirin sögð háð foreldrum sínum

3
Fólk

Fréttamaður RÚV selur í Laugardalnum

4
Minning

Kristján Gunnarsson fallinn frá

5
Innlent

Garðabæjarharmleikurinn: Hestamaður lýsir skelfilegu ofbeldi

6
Innlent

Agnes fékk sex mánaða óskilorðsbundinn dóm

7
Innlent

Stúlka færð á bráðamóttöku eftir slys í Garðabæ

8
Heimur

Fjölskylda brúðgumans sem lést í steggjun á Spáni syrgir „fallega drenginn“ sinn

9
Innlent

Daniel breytti rútu í íbúð og selur hana

10
Innlent

Nýtt hættukort sýnir víðara svæði og nýjar ógnir

Til baka

Nýjar sprungur finnast á Reykjanesi

Holur finnast á áfangastöðum sem kynntir eru ferðamönnum.

Sprunga brú milli heimsálfa
Sprunga við ferðamannastaðLjósmyndarinn segir að göng leiði af nýrri holu við svokallaða Brú milli heimsálfa.
Mynd: Facebook / Tinna Gunnarsdóttir

Eftir kvikuhlaupið 1. apríl síðastliðinn hafa nýjar sprungur og holur verið að finnast á Reykjanesi.

Mynd var birt í morgun af nýrri holu skammt frá svokallaðri Brú á milli heimsálfa, sem er þekktur og vinsæll ferðamannastaður sem á að tákna skil á milli Evrópu- og Ameríkuflekans. „Um helgina tók ég eftir þessari nýju holu við Brúnna milli Heimsálfa, það eru greinileg lítil göng þarna undir,“ sagði meðlimur í hópnum Jarðsöguvinir.

Annar leiðsögumaður bendir á að ný sprunga hafi sést á Valahnúk, sem er við enda Reykjanesvitavegar, við bílastæði að Reykjanestá. Valahnúkur er sérstaklega kynntur sem ferðamannastaður á vefnum Visit Reykjanes, án þess að þar sé þess getið að hætta sé á svæðinu.

Sprunga Valhnúkur
Sprunga á ValhnúkVið bílastæði að Reykjanestá er kynntur ferðamannastaðurinn Valhnúkur. Þar sést ný sprunga við bjargið.
Mynd: Facebook / Teitur Þorkelsson

Veðurstofa Íslands hefur í tilkynningum ekki varað sérstaklega við sprungum utan skilgreinds hættusvæðis í kringum Grindavík og Sundhnúksgígaröðina. Verkfræðistofan Örugg vinnur áhættumat fyrir almannavarnir sem Veðurstofan birtir.

Í áhættumatinu segir að „þrátt fyrir að hættustig á þessum svæðum hafi verið lækkað er enn talsverð hætta á jarðfalli ofan í sprungur“ á öllum matssvæðum, sem er nágrenni Grindavíkur, Svartsengi og gossvæðið.

„Í Grindavík er áhætta metin miðlungs fyrir alla aðila, en þó há að nóttu fyrir íbúa, ytri aðila og ferðamenn. Á Svartsengissvæðinu er áhætta talin miðlungs fyrir alla aðila. Á gos-/sprengisvæði er áhættan hins vegar mjög há fyrir viðbragðsaðila, ráðgjafa og verktaka og óásættanleg fyrir ytri aðila og ferðamenn. Mælt er gegn því að óviðkomandi fari inn á gos- og sprengisvæði,“ segir í matinu.

Fyrir utan hættusvæðið í kringum Grindavík hefur verið varað við gömlum sprengjum sunnan Reykjanesbrautar við Voga að gossvæðinu og Fagradalsfjalli.

Opið er fyrir alla umferð til og frá Grindavík og Bláa lónið er opið, eins og hótelið Northern Light Inn.

Hættusvæði 8. apríl 2025
Skilgreint hættusvæðiSvæðið sem hér er merkt nær ekki yfir nýja staði þar sem sprungur hafa sést. Kort almannavarna frá 8. apríl síðastliðnum.
Mynd: Veðurstofan

Komment


Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Innlent

Óvíst með frí Höllu forseta á árinu

Garðabær
Innlent

Garðabæjarharmleikurinn: Hestamaður lýsir skelfilegu ofbeldi

Davíð Már er kennari
Skoðun

Davíð Már Sigurðsson

Fyrir hvern?

Kobra Kai
Fólk

Cobra Kai-stjarna hefur ákveðið að hætta í leiklist

Sprunga í Grindavík
Innlent

Nýtt hættukort sýnir víðara svæði og nýjar ógnir

Bukele Donald Trump El Salvador
Heimur

Trump „myndi elska“ að senda bandaríska borgara í fangelsi í El Salvador

rúta8
Myndir
Innlent

Daniel breytti rútu í íbúð og selur hana