1
Pólitík

Pútín sagði Guðlaugi Þór að „halda kjafti“

2
Heimur

Steikti heila kærustunnar og skolaði honum niður með blóði hennar

3
Menning

Örmögnun á Borgarbókasafninu

4
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

5
Innlent

Fjórir erlendir einstaklingar handteknir

6
Innlent

Látni maðurinn í Kópavogi í kringum fertugt

7
Minning

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban

8
Fólk

Heilsumeðvitað fólk selur risahús í Fossvogi

9
Minning

Kristján Þ. Jónsson er fallinn frá

10
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

Til baka

Nýjar sprungur finnast á Reykjanesi

Holur finnast á áfangastöðum sem kynntir eru ferðamönnum.

Sprunga brú milli heimsálfa
Sprunga við ferðamannastaðLjósmyndarinn segir að göng leiði af nýrri holu við svokallaða Brú milli heimsálfa.
Mynd: Facebook / Tinna Gunnarsdóttir

Eftir kvikuhlaupið 1. apríl síðastliðinn hafa nýjar sprungur og holur verið að finnast á Reykjanesi.

Mynd var birt í morgun af nýrri holu skammt frá svokallaðri Brú á milli heimsálfa, sem er þekktur og vinsæll ferðamannastaður sem á að tákna skil á milli Evrópu- og Ameríkuflekans. „Um helgina tók ég eftir þessari nýju holu við Brúnna milli Heimsálfa, það eru greinileg lítil göng þarna undir,“ sagði meðlimur í hópnum Jarðsöguvinir.

Annar leiðsögumaður bendir á að ný sprunga hafi sést á Valahnúk, sem er við enda Reykjanesvitavegar, við bílastæði að Reykjanestá. Valahnúkur er sérstaklega kynntur sem ferðamannastaður á vefnum Visit Reykjanes, án þess að þar sé þess getið að hætta sé á svæðinu.

Sprunga Valhnúkur
Sprunga á ValhnúkVið bílastæði að Reykjanestá er kynntur ferðamannastaðurinn Valhnúkur. Þar sést ný sprunga við bjargið.
Mynd: Facebook / Teitur Þorkelsson

Veðurstofa Íslands hefur í tilkynningum ekki varað sérstaklega við sprungum utan skilgreinds hættusvæðis í kringum Grindavík og Sundhnúksgígaröðina. Verkfræðistofan Örugg vinnur áhættumat fyrir almannavarnir sem Veðurstofan birtir.

Í áhættumatinu segir að „þrátt fyrir að hættustig á þessum svæðum hafi verið lækkað er enn talsverð hætta á jarðfalli ofan í sprungur“ á öllum matssvæðum, sem er nágrenni Grindavíkur, Svartsengi og gossvæðið.

„Í Grindavík er áhætta metin miðlungs fyrir alla aðila, en þó há að nóttu fyrir íbúa, ytri aðila og ferðamenn. Á Svartsengissvæðinu er áhætta talin miðlungs fyrir alla aðila. Á gos-/sprengisvæði er áhættan hins vegar mjög há fyrir viðbragðsaðila, ráðgjafa og verktaka og óásættanleg fyrir ytri aðila og ferðamenn. Mælt er gegn því að óviðkomandi fari inn á gos- og sprengisvæði,“ segir í matinu.

Fyrir utan hættusvæðið í kringum Grindavík hefur verið varað við gömlum sprengjum sunnan Reykjanesbrautar við Voga að gossvæðinu og Fagradalsfjalli.

Opið er fyrir alla umferð til og frá Grindavík og Bláa lónið er opið, eins og hótelið Northern Light Inn.

Hættusvæði 8. apríl 2025
Skilgreint hættusvæðiSvæðið sem hér er merkt nær ekki yfir nýja staði þar sem sprungur hafa sést. Kort almannavarna frá 8. apríl síðastliðnum.
Mynd: Veðurstofan
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

Einar var ekki vinsæll í vinnunni sinni fram að þessu
Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum
Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum

Sigurður skipaður í nýtt embætti
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

MAST varar við svínakjöti frá Ali
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter
Myndir
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi
Heimur

HIV smit meðal barnshafandi kvenna tvöfaldast víða í Rússlandi

Grínisti hafnaði Kristrúnu
Slúður

Grínisti hafnaði Kristrúnu

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“
Innlent

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug
Myndir
Innlent

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban
Minning

Sigga Dögg minnist Þorleifs Kamban

Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum
Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum

Rannsókn lögreglunnar miðar ágætlega
Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug
Myndir
Innlent

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug

Sigurður skipaður í nýtt embætti
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

MAST varar við svínakjöti frá Ali
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“
Innlent

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“

Loka auglýsingu