1
Heimur

Uber-bílstjóri hótaði farþegum með byssu

2
Innlent

Íslendingar hneykslaðir vegna græðgi við náttúruperlu

3
Minning

Hjalti Kristgeirsson er fallinn frá

4
Innlent

Íslensk kona segir stuðningsmenn Ísraela ógnandi í Basel

5
Pólitík

Hagfræðingur SFS gerir grín að gagnrýninni

6
Innlent

Strætó skerðir þjónustu sína

7
Innlent

Stefán braut tönn í vini sínum vegna „graspípu“

8
Innlent

Brynjar Creed dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

9
Pólitík

Segir nýjan vinskap Trump við Salman prins áhyggjuefni fyrir Ísrael

10
Menning

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hóta refsingu fyrir að minnast á Gaza

Til baka

Nýtt blóðpróf gefur Alzheimer-sjúklingum von um snemmbæra greiningu

Mikilvægt skref í baráttunni við sjúkdóminn.

Alzheimer
Alzheimer blóðpróf.Talið er að um 10% fólks 65 ára og eldri séu með Alzheimer í dag.
Mynd: Joel Bubble Ben/Shutterstock

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt samþykki fyrir nýju blóðprófi sem ætlað er að greina Alzheimer-sjúkdóminn. Með prófinu gæti verið hægt að hefja meðferð fyrr með lyfjum sem geta hægt á þróun sjúkdómsins.

Blóðprófið var þróað af japanska líftæknifyrirtækinu Fujirebio, sem einnig starfar í Bandaríkjunum. Það mælir hlutfall tveggja prótína í blóðinu sem tengjast svokölluðum amyloid-skellum í heilanum, sem eru eitt helsta einkenni Alzheimer-sjúkdómsins. Fram til þessa hafa þessi einkenni aðeins verið greind með heilaskönnum eða mælingum á mænuvökva.

Marty Makary, einn af yfirmönnum FDA, segir þetta skref vera mikilvægt og að hann sé vongóður um að bæði ný lyf og greiningaraðferðir, eins og þetta blóðpróf, geti gagnast sjúklingum vel.

Talið er að um 10% fólks yfir 65 ára aldri séu með Alzheimer í dag, og að sá fjöldi muni tvöfaldast fyrir árið 2050. Makary bendir á að sjúkdómurinn hafi áhrif á fleira fólk en brjósta- og blöðruhálskirtilskrabbamein samanlögð.

FDA hefur þegar samþykkt tvö Alzheimer-lyf, lecanemab og donanemab, sem beinast að amyloid-skellunum. Þau geta dregið aðeins úr vitrænni hnignun, þó þau lækni ekki sjúkdóminn. Samt telja margir sérfræðingar að þessi lyf geti skilað meiri árangri ef meðferð hefst fyrr. Þeir segja meðferðina jafnvel geta bætt nokkrum mánuðum af sjálfstæðu lífi við hjá sjúklingum.

RÚV sagði frá málinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


My father´s shadow.
Menning

Nígeríska kvikmyndaiðnaðinum hleypt inn í aðalval Cannes í fyrsta sinn

Yuval Raphael keppandi Ísraels Eurovision
Ný frétt
Menning

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hóta refsingu fyrir að minnast á Gaza

Birta Karen Tryggvadóttir SFS hagfræðingur
Pólitík

Hagfræðingur SFS gerir grín að gagnrýninni

Forsætisráðherra Írak
Heimur

Írak krefst sameiginlegrar aðgerða Araba til að stöðva fjöldamorðin á Gaza

Flataskoli_1A
Menning

Flataskóli lenti í áttunda sæti í alþjóðlegri söngvakeppni

AFP__20250513__46HT4RA__v1__HighRes__SaudiUsPoliticsDiplomacy
Pólitík

Segir nýjan vinskap Trump við Salman prins áhyggjuefni fyrir Ísrael

Chris Brown
Heimur

Chris Brown handtekinn í Manchester grunaður um líkamsárás

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ásamt öðrum leiðtogum sem undirrituðu yfirlýsinguna. Á myndina vantar forsætisráðherra Írlands sem komst ekki til Tirana.
Pólitík

Kristrún krefst tafarlausra aðgerða á Gasa

Loka auglýsingu