
Ónafngreindur karlmaður hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gagnvart bróður sínum með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hans með ofbeldi með því að kýla hann með krepptum hnefa vinstra megin í bringu og í nokkur skipti með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á þriðja rifi vinstra megin, brot á nefbeini ásamt mar yfir nefrót og vinstri augabrún og mar á auga. Árásin átti sér stað föstudaginn 30. desember árið 2022.
Hann var einnig ákærður fyrir að hóta koma aftur daginn eftir og beita bróður sinn meira ofbeldi.
Ofbeldisbróðirinn játaði brot sitt skýlaust. Samkvæmt sakavottorði hans hlaut hann sex refsidóma á árunum 1992 til 2015 fyrir umferðarlagabrot. Í desember 2018 var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum.
Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment