Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að maður hafi látið öllu illu á bar í miðbæ Reykjavíkur.
Einnig er sagt frá því að tilkynnt hafi verið um þrjá aðila að ræna mann. Þrír voru handteknir vegna rannsóknar málsins og voru tveir vistaðir í fangaklefa en einn var látinn laus eftir skýrslutöku.
Tilkynnt var um árekstur sem varð milli ökumanna rafhlaupahjóls og reiðhjóls á göngustíg. Ökumaður rafhlaupahjólsins var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og var látinn laus eftir að blóðsýni var tekið.
Lögreglan fékk tilkynningu um árekstur milli ökumanna reiðhjóls og létts bifhjóls við undirgöng.
Svo var tilkynnt um mann sem var að ógna nágranna sínum en ekkert er farið í fleiri smáatriði í því máli.
Komment