
Tónlistarmaðurinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi Eyþór Arnalds mun sennilega ekki bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Eyþór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á árunum 2018 til 2022 en steig svo til hliðar eftir það. Háværar sögur hafa heyrst af því undanfarnar vikur að Eyþór muni vera oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
„Ég hef heyrt alls konar sögur. Ég hef verið í burtu frá pólitík þannig að maður bara bíður spenntur að sjá hvað gerist,“ sagði Eyþór þegar hann var spurður út í mögulegt framboð fyrir Miðflokkinn.
„Það tel ég ólíklegt en það er aldrei hægt að útiloka neitt í framtíðinni. En ég er spenntur að sjá hverjir fara fram í þessum flokkum sem eru ekki búnir að velja.“
Miðflokkurinn er einn þeirra flokka sem ekki hefur gefið út lista frambjóðenda en í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk flokkurinn ekki neinn mann kosinn.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí næstkomandi og þann 10. apríl rennur framboðsfrestur út.

Komment