
Þorgerður Katrín:
Eftir fundinn sem þú sast á Seyðisfirði datt mér í hug að koma til þín hugmynd sem mallað hefur í hausnum á mér undanfarið. Allt frá því að ég sá viðtal við þig í sjónvarpinu vegna skuldbindingar fyrir okkar hönd um að hækka landvarna framlagið til NATO upp í 1,5 % af þjóðarframleiðslu. En þar kom fram að þetta framlag mætti nota í innviða uppbyggingu hér á landi ásamt mögulegu mótframlagi frá Bandalaginu ef hægt væri að sýna fram á að sú innviðauppbygging þjónaði mikilsverðum tilgangi í öryggismálum sambandsins.
Ég er ekki talsmaður stríðsreksturs en sú ríkisstjórn sem þú situr nú í.
Er búin að skuldbinda okkur gagnvart NATO til að verja 1,5% af brúttó þjóðartekjunum í eitthvað sem kallast hernaðarlegar öryggisframkvæmdir.
Í krónum talið mundu þetta hafa verið rúmlega 68 milljarðar árið 2024 og hefur mjög líklega hækkað töluvert síðan jafnvel um 20-30 milljarða.
Uppreiknað yfir á árið 2026 munu tæpir tveir þriðju hlutar af þessu 1,5 % framlagi okkar duga vel fyrir allri framkvæmdinni við Fjarðarheiðargöng. Og þegar við bætist mótframlag frá NATO. Þá er þó nokkur upphæð eftir til annarra framkvæmda svo sem til betrumbóta og stækkunar flugvallarins á Egilstöðum.
Ég vil leggja áherslu á að þarna er einungis verið að tala um fjárframlag ársins 2026;
Það er því greinilega nóg til eins og verkalýðsforustan er svo gjörn á að skjóta fram.
En sá er munurinn að hér er það sannmæli. Bæði þú og forsætisráherra hafa lagt þunga áherslu á, í fjölmiðlum að þessir peningar munu með samþykki NATO og í samvinnu við það bandalag fara í uppbyggingu á innlendum innviðum sem teljast mikilvægir hernaðarlega og gagnist bandalaginu í komandi ófriði.
Ísland er nú eins og í síðustu heimstyrjöld þungavigtar staður no. 1 í öllum vörnum NATO. og USA. á gervöllu Norðurslóða svæðinu. Þar sem USA. sér um varnar aðstöðuna á Suðurnesjum í skjóli sérstaks varnasamnings við Íslendinga.
Þá er NATO. sem slíkt ekki með nema sáralitla sýnilega hagsmunagæslu í varnarmálum okkar hér Þeir reyna hins vegar að sína lit til þátttöku með því að byggja upp í Helguvík byrgða og þjónustu aðstöðu fyrir yfirborðsflota og kafbáta.
Helguvík er þó ekki sá staður sem auðveldast er að verja fyrir óvinum komi til ófriðar.
Sá staður er annars staðar á landinu nefnilega á Austfjörðum.
Nú er því tækifærið til að sýna viljann í verki og horfa raunhæfum augum til framtíðar og hugsanlegra ófriðar tíma.
Með því að tryggja sem greiðasta herflutninga og besta aðstöðu á því landshorni sem einna lengst er staðsett frá Keflavíkur varnarstöðinni og væri þar af leiðandi freistandi árásar mark fyrir væntanlega óvina árás. Því er mikilvægt að tryggja þar viðnám sem byggist á greiðum og öruggum þungaflutninga stofn-leiða á milli norður og austurlands. Og ekki síður innan þess svæðis. Það mundi einnig mynda afarsterkan mótvægis punkt við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Suðurnesjum. Öruggar og vandaðar land og loft tengingar á milli Seyðisfjarðar og Eyjafjarðar eru því bráð nauðsynlegar fyrir alla varnargetu NATO. Og USA. Sé litið til tveggja þriðju hluta Íslands ef til ófriðar kemur.
Þar að auki læki þá þetta framlag okkar ekki út úr landinu næstu árin engum til gagns.
Í síðustu heimstyrjöld var Seyðisfjörður ein af þremur mikilvægustu byrgða-flutninga og herskipa höfnum í Norður Atlandshafi hinar voru í Hvalfirði og Eyjafirði.
Þar sem greið leið á milli landshluta er nú talin enn þá mikilvægari fyrir hraða og auðvelda birgða og liðsflutninga en var í síðustu átökum ásamt því að allir nútíma herflutningar fara fram með gríðar þungum farartækjum allt að 120 tonnum.
Sem krefst margfalds betra burðarlags vega og sterkara yfirlags ásamt öflugri brúm.
Þá þætti mér rökrétt að Fjarðarheiðargöng sem upphafspunktur þessara endurbóta væru að mestu eða öllu leyti fjármögnuð af NATO og þessu mikilvæga hernaðar framlagi okkar upp á 1,5 %.
Með það í huga hvað þau verða gríðarlega þýðingarmikil ef til þess ófriðar kemur sem allir sérfræðingar NATO eru nú sammála um að sé yfirvofandi í framtíðinni.
Stysta flutningaleið á herbúnaði á vegum NATO. frá Evrópu er til Austfjarða og öruggasta byrgða flutninga höfnin á Austfjörðum er á Seyðisfirði.
Það sýndi sig í síðustu heimstyrjöld og hefur síður en svo breyst frá þeim tíma.
Vegna afarhárra fjallgarða sem umkringja Seyðisfjörð er einstaklega auðvelt að verja höfnina og allan fjörðinn með nútíma tækni fyrir öllum árásum úr lofti bæði frá flugvélum og ekki síður drónum.
Sé þessum nútíma varnartækjum komið fyrir á heppilegum stöðum efst í fjallgörðunum. Það á einnig að vera mjög auðvelt að loka þessu svæði nánast algjörlega af fyrir öllum fjarskipta truflunum úr lofti með staðsetningu á til þess gerðum varnarbúnaði, á sama hátt.
Auk þess er í dag á botni fjarðarins staðsettur þýðingamikill sæstrengur sem á að geta tryggt fjarskiptaöryggi neðansjávar við Evrópu í ófriði upp að vissu marki.
Þessi einstaka öryggis og varnar aðstaða er ekki fyrir hendi annars staðar í hinum gömlu herskipahöfnunum landsins.
Af þessum þremur áðurnefndu höfnum er því lang auðveldast og kostnaðar minnst fyrir varnaraðila okkar að verjast öllum óvina árásum bæði úr lofti og af sjó á Seyðisfirði vegna landfræðilegra yfirburða í aðstæðum.
Svo sem fjallgarðana, sjávarkyrrðar í firðinum og sjávardýpis, ásamt því hvað fjörðurinn er rúmgóður til skipalegu, sem gerir öllum skipum auðvelt að athafna sig þar á öllum árstímum. Allt upp í stærstu her- og eða birgðaflutningaskip geta athafnað sig þar hindrunar laust það sannaðist rækilega í síðustu heimstyrjöld. Hafnaraðstaða þar hefur verið mjög mikið byggð upp og endurbætt á undanförnum árum og telst nú vera til fyrirmyndar fyrir æði stór skemmtiferða og flutningaskip. Verið er að ljúka við raftengingar niður á hafnarsvæðið til að þjóna skipum úr landi og verður þessi höfn með þeim fyrstu á landinu sem býður upp þá þá þjónustu.
Öryggi hafnarinnar í ófriði felst ekki síst í því hve auðvelt að loka firðinum fyrir neðansjávar árásum. Allra þeirra hernaðartækja sem þekkt eru fyrir slíkar árásir í dag.
Þetta sýndi sig vera frekar auðvelt í seinni heimstyrjöld þegar firðinum var harðlokað með kafbáta og tundurdufla netum. Hvað þá þegar nútíma tækni hefur bæst við.
Ef við bætum svo við þetta flugvallar aðstöðunni á Egilstöðum sem með hæfilegri stækkun og endurbótum yrði burðarás fyrir loftvarnir og loft flutninga inn á austurland á tímum hernaðar ástands, en ekki síður landa á milli.
Þá mundu Fjarðarheiðargöng tengja þessa tvo þungavigtar punta í varnarmálum landshlutans við væntanlegar varnarsveitir okkar á svo einstakan og öruggan hátt að hvergi er sambærilegt hér innanlands. Td: þyrftu allir eldsneytisflutningar að fara frá olíuflutninga skipum í Seyðisfjarðarhöfn og upp í birgðatanka flugfara við völlinn.
Ég tel því einsýnt að þú sem utanríkisráðherra og þekkt baráttukona í pólitík opnir á þessa möguleika með áður nefndum rökum sem allra fyrst á fundum Bandalagsins. Ég treysti þér vel til að koma öllum ákvörðunum tengdum þessu í gegn hjá NATO og í ríkisstjórninni á örskömmum tíma.
Og trúi í einlægni að þú hafir bæði kjarkinn, áhugann og sannfæringarkraftinn sem til þarf.
(Ef til vill er ekki viðeigandi að benda á, að hluti ríkisstjórnarflokkanna er nú sem stendur ekki hátt skrifaður né vinsæll á Austurlandi vegna veiðigjalda málsins. Og svo þegar nú bætist einnig við þetta ganga rifrildi og svikin í því sambandi. Getið þið valla við góðu búist þegar frammí sækir.)
Neikvæðni kjósenda mundi þó örugglega minnka stórlega ef þessar ábendingar mínar hljóta sterkar og jákvæðar undirtektir hjá þér og ríkisstjórninni.
Því þó farið sé í þessar framkvæmdir á áðurnefndum forsendum þá er ekki verið að ganga á hlut neinna annarra. Né vanvirða þær skoðanir sem fram eru komnar um þessi mál nú þegar.
Þetta er þá í raun ,,nú þegar“ algjörlega fullfjármögnuð framkvæmd ef farin er sú leið sem ég bendi á hér framar.
Hin hliðin sú sem snýr að hagsmunum okkar Íslendinga:
Væri borun ganganna framkvæmd með kaupum á svokölluðum risabor [1] þ.e. TBM-heilborunarvél eða sambærilegu tæki. Svipað þeim sem notaðir voru til að bora marga tugi kílómetra neðanjarðar á Kárahnúkum þá væri um leið skapaður grundvöllur til að bora fleiri og mun ódýrari göng um allt land.
Frá því að borað var við Kárahnjúka hefur bortækninni fleygt fram og eru slík tæki nú á verði sem engin ætti að láta sér ofbjóða borarnir sagðir kosta í dag á milli 4 og 5 milljarða króna.
(Þessi upphæð samsvarar aðeins ½ áætluðum kostnaði við túristahótelið í Þjórsárdalnum sem þar er að rísa nú.)
Þeir eru einnig orðnir mörgum sinnum afkastameiri en eldri gerðir voru. Þeir slá líka margfalt út í afköstum allar þær eldri aðferðir sem notast hefur verið við hér á landi í gangaborun.
Borarnir eru taldir geta borað um einn og hálfan km. á mánuði. Og er þá verið að miða við samsetningu á Austfirskum bergtegundum.Væri byrjað nánast strax á Fjarðarheiðargöngum með svona tæki. Þá yrði verktíminn svo skammur að valla gæfist tími til að gera bergþéttni rannsóknir, ásamt hönnun og útboði á næstu göngum. Með góðu skipulagi ætti það þó að hafast svo hægt væri að renna bornum tafarlaust í að gera næstu göng og áfram. Sennilega afskrifar borinn sig sjálfur að fullu ef svona er staðið að framkvæmdum þegar borin er saman styttri verktími sem stafar af auknum afköstum ásamt mun lægri fjármögnunar kostnaði vegna styttri og samfelldari verktíma. Kostnaður á hvern boraðan kílómeter er einnig mun lægri. En við hefðbundna gangagerð á Íslandi fram að þessu.
Áður fyrr var ekki talið hagkvæmt að gangsetja svona risavél fyrir minna en 10 km. löng göng en eftir allar seinni endurbætur á þessum tækjum telst nú mjög hagkvæmt að nota þá við gangagerð allt niður í 3 km. Sem gerir það að verkum að hægt er að bora nánast öll þau göng sem mest þörf er fyrir hér á landi með þessu tæki og á miklu hagkvæmari hátt en áður. Borinn getur einnig afskrifað sig að fullu og öllu á tiltölulega fáum árum ef hann er látinn bora fleiri göng nánast í einni samfellu.
Fjarðagöng og Fljótagöng sem einmitt væri búið að rannsaka vandlega og allar forsendur væru komnar fyrir. Svo sem forrannsóknir og fullnaðar hönnun, gæti því verið lokið á áætluðum verktíma Fjarðarheiðarganga. Þar með væru þau vonandi bæði tilbúin undir framkvæmdir á svipuðum tíma.[2] En ekki að 5-8 árum liðnum eins og núverandi framkvæmdaáætlun hljóðar upp á. Fjarðagöngum gæti lokið á næstu 4 árum en Fljótagöngum á nánast sama tíma og innviðaáætlun Eyólfs kveður á um.
Borun Fjarðarganga sem eru svo nálægt hinum. Að einungis þarf að hafa endaskipti á bornum til að byrja á þeim. Lægi því beinast við frá byggða og arðsemissjónarmiði að taka þau næst. Fljótagöngin mætti svo einnig grafa á sama tíma með hefðbundnum aðferðum Þ.e.a.s. ef forsendur fyrir verkinu væru þá tilbúnar til framkvæmda. Svo framarlega sem ráðamönnum þætti vera vit í að halda sig við úreldar og hrikalega dýrar steinaldar aðferðir.
En ef þetta plan vex ráðamönnum svo í augum að þeir treysta sér ekki til kyngja því. Þá má selja borin aftur úr landinu og létta þannig svolítið á vaxtakostnaði fjárfestingarinnar. Hafi stjórnmála menn okkar ekki kjark til að halda áfram uppbyggingu innviða um allt land í slíkri samfellu.
Þá fæst upphaflegt kaupverð borsins að hluta endurgreitt annaðhvort við sölu. Eða með því að hann bori miklu fleiri göng hér síðar.
Ég vil benda á að við erum í dag með fríverslunarsamning við Kína svo þaðan ætti að vera hægt að kaupa spánýjan bor á hagstæðu verði og jafnvel með mjög góðum lánakjörum til langs tíma. Ef sú leið er farinn þá leiðir af sjálfu sér, að fá flokk Kínverskra borunarsérfræðinga til verksins með því ákvæði að þeir væru sjálfum sér nógir með íveruhús og flest flutningatæki á verktímanum, að minnsta kosti þau sem skortir á Seyðisfirði og í nágrenni eins og stendur. Benda má svo á, að afleidd atvinna vegna þessa stóra verks yrði feikileg lyftistöng fyrir Múlaþing og reyndar allt svæðið í atvinnumálum. Malaða grjótið færi í vegagerðina við báða ganga- endana og það þyrfti að flytja eftir að það kæmi af færiböndunum út úr göngunum bæði í vegina og einnig í stækkun og endurbætur á Egilstaða flugvelli. Á það er að líta að malað grá og blágrýti er einstaklega heppilegt burðar og undirlag í alla vegagerð. Þarna væri því um að ræða uppgripa vinnu fyrir fjölda heimamanna í ef til vill 3-4 næstu árin. Við allskonar þjónustu og undirverktaka störf.
Sérverkefna vinnuflokkar frá Kína hafa sýnt sig í því í öðrum löndum að vinna mjög hratt og vel. Þeir hafa skilað ótrúlegum afköstum með miklum gæðum við erfiðar aðstæður víða um heim. Við það að hafa þaulvanan hóp sérvalinna fagmanna sem tengjast framleiðanda borsins. Þá leiðir af sjálfu sér að þeir sæju um allt fyrirbyggjandi viðhald á tækinu og héldu þar af leiðandi vandlega utanum vandaðan varahlutalager. Með þeim árangri að verktafir vegna slits og óvæntra bilana yrðu í algjöru lágmarki. Gangaborunin ætti því að geta gengið ákaflega hratt og vel svo verkinu við Fjarðarheiðargöng lyki á einu ári eða rúmlega það. Ef sú staða er fyrir hendi að einhverjir samningar við EES eða Evrópusambandið eru að þvælast fyrir þessari hugmynd.
Þá ætti að vera hægt að setja undir þann leka með því að stofnað sé hlutafélag með þátttöku valinna Íslendinga. Það félag gerði síðan allsherjar tilboð í verkið með áður nefndum lána og leigukjörum sem létta þá alla fjármögnum verulega. Þetta félag gæti ef til vill einnig gefið vilyrði fyrir áframhaldandi sömu kjörum í sambandi við fleiri göng.
Þar með væru ganga framkvæmdir okkar komnar í farveg sem líkjast færi því sem Færeyingar hafa afrekað á undanförnum árum. Æskilegast væri að þeir Íslendingar sem fengju að taka þátt í fyrirtækinu væru sérmenntaðir hver á sínu sviði og hefðu verulega reynslu af mannvirkja framkvæmdum. Einnig tel ég eðlilegt að Múlaþing kæmi að þessu félagi þó í litlum mæli væri til að gæta staðbundinna hagsmuna sinna. Framlag þess inn í félagið gæti falist í niðurfellingu eða takmarkaðri eftirgjöf á gjöldum sem reiknuð yrðu inn sem hlutafé en þó í svo stórum mæli að sérvalinn fulltrúi þaðan fengi sæti í stjórn og gætti þá allra hagsmuna okkar af fullum heilindum og samviskusemi.
(Við höfum löngu fengið nóg af því þegar pólitískum pótintátum er smeygt inn í svona verkefni til þess eins að fylla á sína vasa og annarra. En skattgreiðendum til bölvunar)
Ég leyfi mér að benda á að væntanlegt innviðafélag ríkisstjórnarinnar er als ekki heppilegur samstarfs aðili í þessu verkefni.Það félag gæti þó hugsanlega komið að málinu að einhverju leyti sem fulltrúi verkkaupa. Hér þarf töluverðan pólitískan kjark til að hefja verkið og keyra það síðan áfram með hraði.
,,Miklu veldur sá sem upphafinu veldur“
Segir gamalt íslenskt máltæki.
Óskandi væri að þú gerðir þetta máltæki að sannmæli.
Það er heldur ekki vafi á því að Fjarðarheiðargöng hefðu mikil og góð samlegðar áhrif innan Múlaþings og mundu stórauka atvinnu möguleika í öllum fjórðungnum. minnka. Vöruflutningar til og frá Austurlandi mundu einnig margfaldast en færu þó fram á mun vistvænni hátt en nú er. Til dæmis væri með þeim kominn grundvöllur fyrir farþegaflutningum með Norrænu allan veturinn. Þá þyrftu túristabílar í skyndiferðum um austurland ekki lengur að vera skaflajárnaðir til að komast yfir Fjarðarheiði og öll slysahætta í því sambandi mundi stór Í blaðaviðtali við einn af ráðamönnum Smyril line sagði hann að með auknum vöruflutningum til og frá Seyðisfirði eftir að Fjarðarheiðargöng opnuðust.
[1] Allar upplýsinga um þessa nýju gerð risabora hef ég fengið ú blaðagrein sem Sveinn Jónsson verkfræðingur á Egilstöðum skrifaði fyrir nokkru síðan.
[2] Ég vil benda á að Mjóifjörður hefur marga sömu kosti og Seyðisfjörður fyrir NATO og varnarhæfni þess nema hvað hann er þrengri. Fyrri hluti borunar Fjarðaganga frá Seyðisfirði gæti því að vera vænlegur viðbótar kostur fyrir sambandið af ýmsum ástæðum. Td. í sambandi við dreift byrgða hald og
Mundi einnig skapast grundvöllur fyrir öðru skipi frá þeim, sem annast mundi þá viðbótar flutninga sem Norræna kæmist ekki yfir. Þjónusta við ferðamenn mundi líka stóraukast beggja megin heiðarinnar.
Þjónusta mundi einnig aukast hjá öllum þjónustuaðilum sem þjóna ferðaþjónustunni. Hitaveita kæmi svo síðar eftir öruggri leið í gegnum göngin ofan frá Egilstöðum með tilheyrandi lækkun á kyndikostnaði.
Hitaveitan mundi einnig auka atvinnumöguleika á Seyðisfirði á mörgum sviðum sem nú eru ekki arðbær vegna yfirgengilegs orkukostnaðar. Ljósleiðarar sem og aðrar fjarskiptalagnir færu um göngin. Einnig mundu háspennulagnir fara þar um.
Allar þessar lagnir væru þar í fullkomnu skjóli fyrir veðurofsanum á heiðinni sem gerði það að verkum að viðhaldsþörf mundi stórminnka og öryggi aukast að sama skapi. Ísingarhætta á raflínum sem nú nýlega braut niður staura samstæður á Fjarðarheiðinni og orsakaði tímabundin orkuskort en var bjargað fyrir horn með olíukyntu varaafli yrði nánast úr sögunni. Því sorglega dauðaslysi sem varð fyrir fáum dögum og stafaði af lélegu skyggni, hálku og vankunnáttu erlendra ferðamanna til aksturs á íslenskum fjallvegum að vetrarlagi hefðum við að öllum líkindum sloppið við með göngunum.
Ég tel mig hér á undan hafa fært töluvert haldgóð rök fyrir því að Fjarðarheiðargöng verði nú aftur sett í þann forgang sem fyrri samgöngu áætlun gerði ráð fyrir og það án þess að gengið sé á rétt annarra sem bíða eftir göngum.
Verulega æskilegt væri að arðsemi gangana yrði endurreiknuð út frá þessum nýu og einnig eldri forsendum. Þar sem borðleggjandi er að öll atvinna mundi stóraukast og þar með bjartsýni íbúa á betri framtíð. Sem aftur mundi hafa keðjuverkun til hins betra fyrir alla íbúa Múlaþings og nágrennis.
(Þessir hlutir voru ekki reiknaðir inn í arðsemi gangana svo ég viti né arðsemi þess að lifa betra, áhyggjulausara og öruggara mannlífi beggja megin við göngin)
Úrtölumenn ættu einnig að hætta við að tjá sig með illa ígrunduðum rökum. Og ekki sífellt vera að blanda inn í umræðuna svartagallsrausi og skammtíma hagsmunum einhverra einstaklinga í svo þýðingarmiklu máli.
Ég get fært mörg viðbótarrök fyrir gagnsemi þessarar framkvæmdar en flest þeirra eru staðbundnari og þar af leiðandi léttvægari en þau sem hér hafa komið fram.
Þangað til næsti ófriður skellur yfir á Íslandi gætu þó allir aðrir bæði landsmenn og túristar notið mikils góðs, bæði af göngunum og flugvellinum.
En 1,5 prósentin okkar hafa þá ekki farið beint í hítina öllum til bölvunar og engum til gagns.
Þetta heitir að slá margar flugur í sama höggi og þykir ekki vera nema á færi afburða stjórnmálamanna.
Með vinsemd og virðingu
Reynir Valgeirsson
Komment