1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

4
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

5
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

6
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

7
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

8
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

9
Innlent

Aka of oft með of háan farm

10
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

Til baka

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Í gær kynnti ríkisstjórnin þingmálaskrá sína fyrir komandi þingvetur

Þorbjörg S Gunnlaugsd ráðherra
Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir ráðherraVill herða tökin og einfalda regluverkið varðandi innflytjendur
Mynd: Stjórnarráðið

Í gær kynnti ríkisstjórnin þingmálaskrá sína fyrir komandi þingvetur. Málin eru 157 talsins og dómsmálaráðherra mælir fyrir 18 af þeim málum.

Mun Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mæla fyrir fimm frumvörpum til að ná stjórn í útlendingamálum.

Í þingmálaskrá 2025-2026 verður áhersla lögð á tiltekt í útlendingamálum - sem felur meðal annars í sér að afnema séríslenskar reglur og samræma íslenska löggjöf við löggjöf Norðurlanda í útlendingamálum.

„Við ætlum að ná góðri stjórn á landamærunum. Við megum ekki leyfa jöðrunum að stýra umræðunni, heldur þurfum við að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Og það er ég að gera núna. Á sama tíma ber okkur skylda til að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Þau mál sem ég mun mæla fyrir í haust eru öll mikilvæg skref í átt að því að tryggja velferð íbúa landsins til framtíðar,“ segir Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.

Þau mál sem dómsmálaráðherra mun leggja fram hafa verið unnin með hliðsjón af þeim markmiðum er nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta verði samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála sem og að styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar.

Síðastliðið vor skipaði Þorbjörg starfshóp er ætlað var að yfirfara reglur um dvalarleyfi hér á landi. Verða niðurstöður hópsins kynntar fljótlega, en fyrstu niðurstöður hafa leitt í ljós að á árunum 2017 til 2024 fjölgaði íbúum Íslands umtalsvert meira á við hin Norðurlöndin; og að á síðustu árum voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands.

Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017.

Frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga verður lagt fram í október þar sem lagt er til að atvinnu- og dvalarleyfi verði felld í einn og sama farveginn til einföldunar og hagsbóta fyrir umsækjendur.

Framkvæmd atvinnuleyfa verður þá færð nær þeirri framkvæmd sem tíðkast á Norðurlöndunum og jafnframt verður hægt að leggja grunn að heildarendurskoðun á fyrirkomulagi atvinnu- og dvalarleyfa hér á landi.

Greining starfshópsins leiddi í ljós að gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum og hyggst ráðherra hækka gjaldskránna til samræmis hvað þetta varðar.

„Íslensk stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir án þess að spyrja gagnrýnna spurninga. Við þurfum að horfast í augu við það að fólksfjölgunin hefur verið kraftmikil, með tilheyrandi álagi á innviði. Aðgerðirnar okkar byggja á gögnum og greiningum. Greiningum sem lágu ekki fyrir og eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að ná böndum á vandanum,“ segir ráðherra.

Með frumvarpinu verða einnig hert skilyrði fyrir útgáfu dvalarleyfa námsmanna til að stemma stigu við óeðlilegri ásókn sem núgildandi ákvæði laganna hafa skapað.

Breytingarnar lúta m.a. að atvinnuþátttöku námsmanna og fjölskyldusameiningum fyrir aðstandendur námsmanna.

Á vorþingi mun ráðherra leggja fram frumvarp um heildarendurskoðun á dvalarleyfiskafla laga um útlendinga til samræmis við löggjöf Norðurlanda.

Ráðherra mun þá endurflytja frumvarp sem gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem framið hafa alvarleg eða ítrekuð brot, sem og þeirra sem ógna öryggi ríkisins. Með því verður jafnframt afnumin hin séríslenska 18 mánaða regla um að umsækjandi um alþjóðlega vernd fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð.

„Þetta eru nauðsynlegar breytingar sem við þurfum að ráðast í. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir sem snúast fyrst og fremst um að framfylgja skynsamlegri og ábyrgri stefnu. Með þessu sendum við heilbrigð skilaboð um þær kröfur sem við gerum til fólks sem hingað flyst,“ segir ráðherra.

Þá mun ráðherra einnig leggja fram frumvarp um uppbyggingu brottfararstöðvar. Markmið frumvarpsins er að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Schengen-samstarfinu með því að setja skýrar reglur um hvenær og að hvaða skilyrðum uppfylltum sé heimilt að vista einstaklinga á brottfararstöð. Með frumvarpinu er verið að hverfa frá þeirri framkvæmd núgildandi laga að heimilt sé að handtaka útlendinga í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald.

Vistun einstaklinga á brottfararstöð, í þeim tilgangi að flytja viðkomandi af landi brott, snertir grundvallarmannréttindi þeirra og er því háð ströngum takmörkunum. Í frumvarpinu eru settar skýrar reglur um skilyrði fyrir slíkri vistun, málsmeðferð fyrir dómstólum, réttindi og skyldur einstaklinga og fleira. Þá er mælt fyrir um að vistun skuli aðeins koma til greina þegar vægari úrræði duga ekki til.

Til viðbótar þessu hyggst ráðherra leggja fram frumvarp um breytingu á útlendingalögum þar sem lagðar eru til nauðsynlegar breytingar vegna innleiðingar á Schengen-skuldbindingum Íslands í tengslum við svokallað verndarsamkomulag Evrópusambandsins sem tekur gildi á næsta ári.

Þar er kveðið á um innleiðingu reglugerðar sem leysir Dyflinnarreglugerðina af hólmi ásamt uppfærslu á fingrafaragagnagrunn Eurodac. Þar að auki felur frumvarpið í sér innleiðingu á svokallaðri krísureglugerð sem veitir heimild til að víkja tímabundið frá almennum reglum þegar upp kemur neyðarástand í málefnum hælisleitenda.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök
Heimur

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu
Myndband
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Tomasz Bereza hvetur heilbrigðiskerfið til að virða rétt fólks til að fá viðeigandi meðferð og segir reynslu sína dæmi um það hvernig kerfið getur brugðist þeim sem það á að þjóna.
Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Loka auglýsingu