
Örn Ómarsson hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hann var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa, mánudaginn 21. nóvember 2022 og um langt skeið fram til þess dags, á heimili sínu, haft í vörslum sínum alls 30.100 ljósmyndir og 219 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, sem ákærði geymdi á tveimur hörðum diskum í Mac OS X turntölvu, einum hörðum diski í Power Mac OS X turntölvu og á Siemens hörðum diski sem haldlagt var af lögreglu við húsleit.
Örn játaði brot sitt en hann hafði ekki gerst brotlegur áður.
„Af óútskýrðum ástæðum virðist rannsókn málsins hafa dregist á langinn án þess að ákærða verði um það kennt. Verður að horfa til þessa og sérstakra persónulegra aðstæðna ákærða við ákvörðun refsingar sem ákveðin er 12 mánaða fangelsi. Með hliðsjón af framansögðu verður refsing ákærða bundin skilorði,“ segir meðal annars í dómnum.
Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára.
Komment