1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

3
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

7
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

8
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

9
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

10
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Til baka

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

„Hún fannst á grúfu í svefnherberginu sínu, vafin inn í rúmteppi“

Halldór Gylfason
Halldór GylfasonLeikarinn vill að lögreglan rannsaki aftur andlát systur hans
Mynd: Borgarleikhúsið

Leikarinn Halldór Gylfason, sem nú leikur í söngleiknum Moulin Rouge! í Borgarleikhúsinu, segist enn í dag eiga erfitt með að sætta sig við dularfullt andlát elstu systur sinnar, Guðbjargar, sem lést árið 2015, aðeins sextug að aldri.

Í viðtali í þættinum Segðu mér á Rás 1 sagði Halldór að systir hans hefði verið einstök og glaðlynd manneskja sem allir hefðu elskað. „Hún var dásamleg manneskja og ógeðslega skemmtileg,“ segir hann.

Guðbjörg bjó á Eyrarbakka síðustu æviárin og glímdi, að sögn Halldórs, við vanlíðan og drykkju. „Hún hafði ekki alveg höndlað hamingjuna síðustu árin,“ segir hann.

Dó við dularfullar aðstæður

Halldór lýsir því að andlátið hafi borið að með óútskýrðum hætti. „Hún fannst á grúfu í svefnherberginu sínu, vafin inn í rúmteppi. Hún hafði drukkið og tekið einhver lyf,“ segir hann og bætir við að hún hafi einnig verið komin með drep í hjartað.

Segir hann að það hafi greinilega verið önnur manneskja með henni kvöldið áður. „Það er alveg klárt mál og eitthvað gengið á, augljóslega,“ segir Halldór. Hann bendir á að líkblettir hafi fundist á bakinu, en að lík hennar hafi greinilega verið snúið við áður en hún fannst.

„Þannig að það er eitthvað skrítið í gangi þarna en lögreglan afgreiðir þetta sem eitthvað óútskýrt. Þetta er mjög skrítið og óþægilegt,“ segir Halldór.

Krefjast nýrrar rannsóknar

Halldór segist enn velta málinu fyrir sér og að hann og dóttir Guðbjargar hafi nýlega sent bréf til lögreglu þar sem þau óska eftir að andlátið verði rannsakað nánar.

Halldór segir þau vilja fá svör við spurningum sínum, „því þetta er mjög óþægilegt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Augnakonfekt verður í boði ef veður leyfir
Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Augnakonfekt verður í boði ef veður leyfir
Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Loka auglýsingu