
Fárviðri hristi IndiGo flugvél duglega en vélin var með 227 farþega sem voru á leið frá Nýju Delí til Srinagar á miðvikudaginn innanborðs og tók einn farþeginn upp myndband af öðrum farþegum í flugvélinni þar sem þeir öskruðu, báðu til guðs og héldu dauðahaldi í sætin.
Eldingar lýstu upp farþegarýmið og stöðugur dynur haglsins á ytra byrði vélarinnar heyrðist á meðan öskur ómuðu um vélina.
Nokkrir farþegar gripu fast í sætin fyrir framan sig og undirbjuggu sig undir högg þar sem flugvélin hristist svo mikið að ómögulegt var að halda kyrru fyrir.
Samkvæmt fréttum hafði flugmaðurinn samband við flugstjórn í Srinagar um 90 mínútum eftir flugtak, rétt áður en kom að lendingu, til að tilkynna um erfið flugskilyrði sem þeir glímdu við.
Þrátt fyrir óhugnanlega lífsreynslu tókst að lenda flugvélinni á áætluðum tíma og engin meiðsli hafa verið tilkynnt. Flugvélin sjálf varð þó fyrir miklu tjóni tjóni.
Komment