
Vetrarfærðin í Reykjavík hefur verið með versta móti síðustu tvo daga og er ljóst að snjórinn fer í taugarnar á mörgum þó að flestir hafi gaman af honum
Ótrúlegt myndband var birt í Facebook-hópnum Fávitar í umferðinni undir heitinu Pappakassar vikunnar. Þar sést jeppi keyra utan í hjólreiðamann nærri Spönginni í Grafarvoginum og festist hjólið að hluta til undir bílnum. Hjólreiðamaðurinn bregst hinn reiðastur við og kýlir spegil jeppans ítrekað þar til hann brotnar. Eins og sjá má á myndskeiðinu hreyfir ökumaður jeppans sig ekki fet til þess að losa hjólið en á meðan reynir hjólreiðamaðurinn að toga það undan bifreiðinni. Að lokum tekst það en sá sem tók myndskeiðið upp segir að lokum: „Taka góða skapið út.“

Komment