1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Kærum Írisar „eltihrellis“ vísað frá

3
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

4
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

5
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

6
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

7
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

8
Innlent

Tilkynnt um byssuskot á leikvelli

9
Menning

Addison Rae í Breiðholti

10
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

Til baka

Óvíst með frí Höllu forseta á árinu

Erfitt er að festa frídaga vegna anna samkvæmt ráðgjafa hjá embættinu

Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennarHann var gagnrýnd fyrir frí í janúar
Mynd: Aldís Pálsdóttir / Skrifstofa forseta Íslands

Óvíst er hversu marga frídaga Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun taka á þessu ári samkvæmt Unu Sighvatsdóttur, sérstaks ráðgjafa hjá forsetaembættinu. Erfitt sé fyrir forseta að fastsetja samfellda frídaga vegna anna en Halla var gagnrýnd þegar hún fór í frí fyrr á árinu í stað þess að mæta á minn­ing­ar­at­höfn um hel­för­ina í Auschwitz.

„Ekki er enn búið að fastsetja neitt samfellt frí fyrir forseta á árinu 2025,“ segir í svari Unu til Mannlífs um málið. „Hún mun taka sér nokkra daga í tengslum við útskriftir barna hennar úr háskóla í sumarbyrjun, en þeir dagar verða jafnan fléttaðir saman við vinnutengda fundi.

Reynslan er sú að það reynist jafnan erfitt í embætti forseta að fastsetja samfellda frídaga vegna mikilla anna, en þó er reynt að tryggja að forseti geti tekið sér eitthvað orlof með fjölskyldunni þegar hægt er að koma því við. Gera má ráð fyrir að svo verði í sumar.“

Mannlíf spurði einnig um frítöku Guðna Th. Jóhannessonar en hann var forseti í átta ár á undan Höllu, sem tók við embættinu í fyrra.

Guðni Th
Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands

„Ég er ekki með upplýsingar á reiðum höndum um frítöku á fyrra kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar, en á síðara kjörtímabilinu tók hann sér að jafnaði sumarfrí í um tvær vikur samfleytt hvert, samtals sex vikur á árunum 2021-2023,“ sagði Una um Guðna. „Árið 2021 var hann í fríi frá 19.-29. júlí þegar fjölskyldan ferðaðist saman innanlands. Árið 2022 var hann í sumarfríi frá 3.-18. ágúst þegar fjölskyldan ferðaðist saman til Kanada og árið 2023 fór fjölskyldan einnig saman til Kanada og var forseti þá í samfelldu sumarfríi frá 18. júlí til 2. ágúst. Árið 2024 tók hann sér ekkert samfleytt sumarfrí áður en hann lét af embætti þann 31. júlí.“

Halla verður á flakki um heiminn eins og algengt er hjá forseta Íslands og mun fara meðal annars til Japan, Kanada og Svíþjóðar á þessu ári.

„Ég get staðfest að framundan á árinu er önnur ríkisheimsókn, að þessu sinni til Svíþjóðar nú í byrjun maí í boði Karls XVI. Gústafs Svíakonungs,“ segir Una um staðfestar ferðir Höllu á þessu ári.

„Þá fer hún í nokkrar opinberar ferðir og heimsóknir sem þó eru ekki ríkisheimsóknir. Til dæmis ferðast hún til Japan í lok maí í tilefni af Íslandsdeginum í samnorræna sýningarskálanum á heimssýningu EXPO í Osaka. Þá ferðast hún til Kanada í ágúst þar sem hún verður heiðursgestur Íslendingadagshátíðarinnar í Manitóba. Í ár eru liðin 150 ár síðan fyrsti stóri hópur Íslendinga kom til Manitóba og stofnaði þar Nýja-Ísland og verður þess sérstaklega minnst á hátíðinni.“

Þá megi búast við fleiri ferðum í haust og vetur en það sé ótímabært að grein frá þeim að svo stöddu. Slíkt verði gert þegar nær dregur.


Komment


Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

jesusrúta
Myndband
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Aki Yashiro
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu