
Pétur Eggerz Pétursson, aðgerðarsinni, tónlistarmaður og hreyfihönnuður lætur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, hafa það óþvegið í Facebook-færslu sem hann birti í gær.
Í færslu sinni gagnrýnir Pétur orð Þorgerðar Katrínar um að mikilvægt væri að koma á vopnahléi á Gaza, sem hún lét falla í fyrradag, sem og að Hamas liðar verði að sleppa öllum gíslum sínum. Segir Pétur að landhreinsanir Ísraela og þjóðarmorð komi þessu ekkert við og bendir einnig á að sjálfir hafi Ísraelar þúsundir Palestínumanna í gíslingu.
„Í dag er 21 ágúst og Ísrael, ólöglega nýlenda vestursins sem hefur slátrað hundruðum þúsunda óbreyttra borgara, aðallega barna, seinustu tvö árin ofan á áratugi af landráni og þjóðernishreinsunum sem á undan komu er að þurka út Palestínu fyrir framan okkur.
Í gær, 20 ágúst sagði utanríkisráðherra Íslands að “Brýnt væri að koma á vopnahléi”, eins og þetta sé stríð en ekki þjóðarmorð á loka stigi og í sömu yfirlýsingu segir hún líka “Hamas must release all hostages. The current situation cannot last any longer,”.
Eins og það sé ástæðan fyrir landhreynsunum og þjóðarmorði Ísraela, á sama tíma og ísrael er með þúsundir Palestínu manna í gíslingu.“
Þá segir Pétur það skjóta skökku við að Þorgerður Katrín hafi í yfirlýsingunni staðfest að staðið verði áfram við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi á sama tíma og ekkert er minnst á aðgerðir gegn Ísrael. Bendir hann á ábyrgð utanríkisráðherrans og flokksmanna hans, á hagnaði ísraelska fyrirtækisins Rapyd, sem stutt hefur Ísraelsher með beinum hætti.
„Skrítið var að í sömu yfirlýsingu er staðfast staðið við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi en ekki orði minnst á afleiðingar fyrir Ísrael.
Þorgerður Katrín og hennar flokksmenn eru nefninlega líka ábyrgir fyrir því að Ísraelska fyrirtækið Rapyd, tæknifyrirtæki sem hefur hjálpað IDF beint, sér um og hagnast á öllum greiðslum og hefur beinan aðgang að þeim upplýsingum ríkisins. (Btw stærsti brestur í þjóðaröryggismálum sem ég hef séð, afhverju segja CERT-IS ekkert um það?).“
Að lokum staðhæfir Pétur að Ísland standi bæði með og styrki Ísrael í þjóðarmorðinu, þrátt fyrir gaslýsingar ríkisstjórnarinnar. Hvetur hann fólk til þess að mótmæla sem aldrei fyrr, sniðganga vörur Ísraels og berjast á móti.
„Ísland stendur með og styrkir Ísrael í þjóðarmorði, það er skýrt, þó að gaslýsingar ríkisstjórnarinnar séu metnaðarfullar þá stendur raunveruleikinn eftir. Og þar höfum við staðið með nýlendustefnu, landráni og þjóðarmorði.
Það verður að stoppa núna.
Mætið á mótmæli sem aldrei fyrr, sniðgangið, truflið, miðlið, skipuleggið ykkur, berjist á móti.
Og fyrir ykkur með samkennd og fúnkerandi framheila sem eruð eflaust mörg mjög vonlaus þessa dagana eins og ég, þá vil ég deila þessu með ykkur sem ég hef notað sem möntru undanfarið.
"You should never ever succumb to nihilism. If you can't maintain revolutionary optimism, just do it out of spite." - Hasan Piker.“
Komment