
Pétur Hafliði MarteinssonPétur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Mynd: Aðsend/Skúli Hólm
Pétur H. Marteinsson hefur verið kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar voru kynntar í Iðnó þar sem stuðningsfólk flokksins kom saman.
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bauð sig einnig fram til oddvitasætisins en laut í lægra haldi. Pétur hlaut 3.063 atkvæði í kjörinu en Heiða Björg 1.668.
Þegar úrslitin komu í ljós sagði Pétur að forvalið hefði verið mikilvægt undirbúningsskref, en raunverulegi slagurinn væri fram undan. „Þetta er búið að vera undirbúningstímabilið. Leikurinn er í vor þegar við ætlum að vinna þessar kosningar í vor,“ sagði hann og bætti við: „Við tökum þetta saman.“
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment