Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi og frambjóðandinn Pétur Hafliði Marteinsson sat í stjórn félags sem hélt utan um eignarhlut í lóðauppbyggingu í Skerjafirði, þrátt fyrir að hafa þverneitað í viðtali við Heimildina í byrjun árs að hann hefði nokkra hagsmuni af verkefninu.
Greint er frá þessu í Heimildinni í dag.
Hann sagði sig úr stjórn félagsins sama dag og blaðamaður Heimildarinnar leitaði eftir svörum, nokkrum dögum eftir að hann hafði áður sagt í viðtali að hann tengdist málinu ekki lengur, þar sem annað fyrirtæki hefði leyst lóðirnar til sín.
Pétur staðfestir jafnframt í samtali við blaðamann að hann hafi sent Einari Þorsteinssyni, þáverandi borgarstjóra, skilaboð þar sem þrýst var á að veita verkefninu framgang. Hann segir þau hafa verið send í maí eða júní 2023.
Í svari frá fyrrverandi borgarstjóra til Heimildarinnar kemur hins vegar fram að hann hafi átt í reglubundnum samskiptum við Pétur fram í febrúar 2024, rúmlega ári eftir að Pétur segist hafa selt frá sér lóðirnar og ekki haft neina hagsmuni í því máli lengur.
Pétur freistar þessa verða oddviti Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum en hann bauð sig áður fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Auk þess að vera þekktur úr viðskiptalífinu var hann lengi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu og spilaði meðal annars 36 landsleiki fyrir hönd Íslands. Í þeim leikjum skoraði hann eitt mark.


Komment