Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í viðtali við Heimildina að Vladimir Pútin, forseti Rússlands, hafi heldur betur verið ósáttur við Guðlaug á fundi þeirra sem fór fram árið 2017 í Rússlandi. Sat hann fund ásamt þáverandi forseta, Guðna Th. Jóhannessyni. Þá var Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, einnig á fundinum.
Á fundinum ræddu Guðlaugur og Pútin um samskipti Íslands við Rússland í sögulegu samhengi, mögulega inngöngu Íslands í ESB og viðskiptabann sem sett var á Rússland. Utanríkisráðherrann fyrrverandi segir við Heimildina að Pútin hafi orðið mjög reiður á fundinum þegar Guðlaugur leiðrétti Pútin.
„Hann byrjaði að losa skóreimarnar, sem voru einhver skilaboð í Rússlandi um að maður ætti eiginlega bara að halda kjafti. Lavrov gekk um allt og horfði á úrið á hendi sér taugaóstyrkur. En svo sagði Pútín eftir að hafa róað sig lítillega niður: „Af hverju svindlið þið ekki á þessu eins og Þjóðverjar og Frakkar?“ og vísaði til þess að fjölmörg fyrirtæki voru með útflutningsaðstoð fyrirtækja sem voru að eiga viðskipti uppi í Rússlandi fram hjá þessum höftum.“


Komment