1
Landið

Minningarathöfn haldin á Fáskrúðsfirði vegna andláts ungrar konu

2
Peningar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum

3
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

4
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

5
Innlent

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið

6
Pólitík

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“

7
Fólk

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum

8
Landið

Ferðamenn hlýddu ekki lokun Reynisfjöru í ofsafengnu veðri

9
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

10
Heimur

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi

Til baka

Ráðherra telur ástæðu til þess að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála

Talin er ástæða til þess að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, bæta markmiðasetningu og skerpa á ábyrgð ráðherra á því að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum

Jóhann Páll 3
Jóhann Páll JóhannssonUmhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Mynd: Stjórnarráðið

Samkvæmt bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi árið 2024 sem Umhverfis- og orkustofnun hefur skilað Evrópusambandinu þá jókst samfélagslosun um 2% milli áranna 2023 og 2024, en hefur dregist sama um 7,9% frá 2005.

Það er athyglivert að losun frá vegasamgöngum dróst saman um 2,5% á milli áranna 2023 og 2024, auk þess sem að samdráttur varð í losun frá kælimiðlum og vegna urðunar úrgangs.

Sjá má samhengi á milli þeirra aðgerða sem komist hafa til framkvæmda í loftslagsmálum undanfarin ár - styrkveitingar og ívilnanir til rafbílakaupa, tolla á innflutning F-gasa og löggjöf um betri flokkun og minni urðun úrgangs, sem og samdráttar í losun.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í þessum flokkum á næstu árum, en losun jókst hins vegar til dæmis frá jarðvarmavirkjunum, vegna brennslu olíu til framleiðslu varaafls og vegna fiskiskipa.

Ekki er loku fyrir það skotið að aukningin frá jarðvarmavirkjunum sé til komin vegna linnulítilla jarðhræringa á Reykjanesi á síðustu árum.

Þá er vert að geta þess að losun frá landi hefur aukist um innan við 1% frá fyrra ári og er heildarlosun vegna landnotkunar nú skráð lægri en hún hefur áður verið; má rekja það til umbóta í gagnaöflun sem og rannsóknum á losun frá landi; bindingu kolefnis vegna landnotkunar, en við slíkar breytingar er losun fyrri ára endurreiknuð.

Stjórnvöld gáfu út metnaðarfulla umbótaáætlun um bætingu gagna vegna losunarbókhalds frá landi fyrir fimm árum; uppfærð áætlun um áframhaldandi umbætur í mati á losun frá landi er væntanleg fljótlega.

Það er flestum ef ekki öllum ljóst að loftslagsaðgerðir skipta heiminn, þjóðarbúið og samfélagið mjög miklu máli og með kolefnisbindingu og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda tekur Ísland ekki einungis þátt alþjóðlegum markmiðum um að sporna við hlýnun jarðar, því vel heppnaðar loftslagsaðgerðir minnka jafnframt líkur á því að Ísland verði að kaupa losunarheimildir í uppgjöri loftslagsmarkmiða í samstarfi sínu við Evrópusambandið; og með góðum árangri loftslagsaðgerða getur Ísland búið til slíkar heimildir til sölu innan evrópska uppgjörsins.

Talin er ástæða til þess að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, bæta markmiðasetningu og skerpa á ábyrgð ráðherra á því að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum.

Að þessu öllu miðar frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhanns Páls Jóhannssonar, til nýrra heildarlaga um loftslagsmál, sem er nú í samráðsgátt stjórnvalda en undanfarna mánuði hefur verið unnið mikið að forgangsröðun aðgerða í loftslagsmálum í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og var málið til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi fyrr í þessum mánuði. Mun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynna forgangsaðgerðirnar fljótlega.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Bifreið sem lýst var eftir einnig fundin
Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar
Fólk

Prettyboitjokkó keypti glæsihöll frænku sinnar

Minningarathöfn haldin á Fáskrúðsfirði vegna andláts ungrar konu
Landið

Minningarathöfn haldin á Fáskrúðsfirði vegna andláts ungrar konu

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“
Heimur

Blaðaljósmyndari segir skilið við Reuters vegna „áróðurs fyrir Ísrael“

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria
Heimur

Maður alvarlega slasaður eftir að bjórtunnur féllu yfir hann á Gran Canaria

„Fyrirhugaður leikur er staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt“
Sport

„Fyrirhugaður leikur er staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt“

Sonur Michael Jackson trúlofaður
Heimur

Sonur Michael Jackson trúlofaður

„Refsingar eiga að endurspegla alvarleika slíkra brota“
Pólitík

„Refsingar eiga að endurspegla alvarleika slíkra brota“

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum
Innlent

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum

Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta
Myndband
Landið

Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið
Innlent

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Innlent

Hraðbankaræninginn úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Bifreið sem lýst var eftir einnig fundin
Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum
Innlent

Gæsluvarðhald framlengt yfir leikskólastarfsmanninum

Ráðherra telur ástæðu til þess að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála
Innlent

Ráðherra telur ástæðu til þess að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum
Innlent

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið
Innlent

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið

Loka auglýsingu