1
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

2
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

3
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

4
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

5
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

6
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

7
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

8
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

9
Innlent

Glímt við náttúruöflin í Kópavogi

10
Heimur

Söngkona All Saints opinberar dekkri hlið poppheimsins á tíunda áratugnum

Til baka

Ráðherrar stefna í mikla launahækkun eftir stór orð í stjórnarandstöðu

Bjarni Benediktsson greip inn í launahækkanir ráðamanna í fyrra, en nú stefnir í meiri hækkun. Inga Sæland talaði um „blauta tusku í andlit þjóðarinnar“ þegar hækka átti ráðherralaun 2023.

Ríkisstjórn Íslands Inga Sæland
Inga SælandFélagsmálaráðherra fær ríflega launahækkun, en hafði áður lagt fram þingsályktunartillögu gegn sambærilegri hækkun.
Mynd: Golli

Allt stefnir í að laun þingmanna og ráðherra hækka um 5,6% um næstu mánaðarmót, vegna sjálfvirkrar hækkunar í samræmi við launavísitölu ríkisstarfsmanna. Þar með hækka laun ráðherra úr 2.487.072 krónum, fyrir utan starfstengdar greiðslur, í 2.626.348 krónur, eða sem nemur 139.276 króna launahækkun fyrir mánuðinn.

Þingfararkaup, grunnlaun þingmanna, mun á sama tíma hækka um 85 þúsund krónur og fara úr 1.525.841 krónum í ríflega 1.611.288 krónur.

Á sama tíma er hækkun samkvæmt almennum kjarasamningum ríflega 4%. Það gerir 3,5%, eða að lágmarki 23.750 krónur með sérstakri 0,58% hækkun vegna kauptaxtaauka 1. apríl síðastliðinn. Þar sem laun ráðherra eru hlutfallslega mun hærri en miðgildislaun, sem eru 669 þúsund, samkvæmt nýjum tölum í dag, er prósentuhækkun launa þeirra mun hærri krónutala en langflestra annarra.

Lögðu fram ályktun gegn hækkun

Fyrir tveimur árum barðist núverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hins vegar gegn launahækkun ráðherra og sagði hana „blauta tusku í andlitið á þjóðinni“. Þáverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti brugðust við með því að takmarka launahækkunina við 2,5% í stað þess að hún yrði rúmlega 6% eins og sjálfvirkt var.

Í fyrra ákvað Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, síðan að leggja fram frumvarp um að takmarka launahækkun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna um 66 þúsund krónur á mánuði. Ekki er ljóst hvort Kristrún Frostadóttir muni fylgja fordæmi Bjarna. Mannlíf hefur sent fyrirspurn á forsætisráðherra en ekki fengið svar.

Laun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna hækka sjálfvirkt í takt við launahækkanir, eftir lagabreytingu 2017 sem kom í kjölfar ákvörðunar kjararáðs um stórfellda hækkun launa sama hóps árið 2017. Með þessum hætti átti að koma í veg fyrir kjaragliðnun í þágu hæst launaða fólks ríkisins.

Bjarni greip inn í til að sýna gott fordæmi

Bjarni lagði fram frumvarp 18. júní í fyrra þar sem launahækkunin var takmörkuð það tiltekna ár. Verðbólgan mældist þá 5,8% og hafði lækkað töluvert frá árinu áður. Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristjánsson sátu hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarp Bjarna, en Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir greiddu atkvæði með því.

Rökstuðningur Bjarna fyrir takmörkun launahækkunar var að ráðamenn ættu að sýna gott fordæmi í baráttu gegn verðbólgu, eins og sagði í greinargerð frumvarpsins í fyrra: „Þannig verði tryggt að hækkun launa þessara aðila skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting. Er þá horft til þess að aðstæður eru þannig að afar brýnt er að þeir sem njóta bestu launakjara hjá ríkinu gangi á undan með góðu fordæmi og axli ábyrgð á að stöðva verðbólguþróun sem gæti orðið mjög skaðleg fyrir samfélagið allt.“

Með ákvörðuninni var áætlað að ríkissjóður myndi spara 238 milljónir króna.

„Verði frumvarpið að lögum er stuðlað að félagslegri samstöðu og réttlæti sem sjálfvirkar og ríflegar prósentuhækkanir best launuðu hópa hins opinbera myndu ógna,“ sagði enn fremur í rökstuðningi Bjarna Benediktssonar.

Bið á vaxtalækkunum

Stýrivextir Seðlabanka Íslands teljast enn háir, eða 7,5%, og er verðbólga enn vel yfir 2,5% viðmiði bankans, eða 3,8%. Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í þarsíðustu viku. Afleiðingar hárra stýrivaxta eru að óverðtryggð húsnæðislán landsmanna bera vexti sem fara ekki niður fyrir 8,5%. Við ákvörðunina var boðað að bið gæti orðið á frekari vaxtalækkun.

„Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans,“ sagði í rökstuðningi peningastefnunefndarinnar. Næsta stýrivaxtaákvörðun er 20. ágúst.

Launahækkun áður „blaut tuska“

Inga Sæland og samflokksmenn hennar í Flokki fólksins, börðust gegn sambærilegri launahækkun æðstu ráðamanna sumarið 2023, þá í stjórnarandstöðu, í þeim tilgangi „að fela ríkisstjórninni að vinsamlega stöðva af þessar launahækkanir til æðstu embættismanna meðan ástandið er svona bágt í samfélaginu,“ eins og hún lýsti því.

Í þingsályktunartillögu Ingu, sem nú er félags- og húsnæðismálaráðherra, og félaga hennar í Flokki fólksins, meðal annars Guðmundi Inga Kristjánssyni, núverandi menntamálaráðherra, var lögð til krónutöluhækkun til að koma í veg fyrir að ráðamenn hækkuðu mun meira en aðrir í krónum talið. „Fyrirhuguð launahækkun mun að óbreyttu hækka laun alþingismanna langt umfram þær krónutöluhækkanir sem samið var um í kjarasamningum undanfarinna missera fyrir þorra launamanna,“ sagði í ályktuninni.

„Þetta er blaut tuska í andlitið á þjóðinni“
Inga Sæland

Inga hafði uppi stór orð um launahækkunina þá. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þjóðinni á ofboðslega erfiðum tíma þegar þriðjungi þjóðarinnar er að blæða út hérna í áhyggjum og vanlíðan vegna okurvaxta og óðaverðbólgu,“ sagði Inga þá í samtali við RÚV. Verðbólga á þeim tíma mældist 9,5%.

Eftir það lagði Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, fram frumvarp um að takmarka hækkunina við 2,5%.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, taldi hins vegar þá að ekki ætti að grípa inn í hækkunina, þar sem fyrirkomulagið hefði verið ákveðið með þessum hætti í samráði launþegahreyfingarinnar og annarra aðila vinnumarkaðarins.

Launavísitala hefur síðasta árið hækkað um 8,2%.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Paul Pierce ákærður
Sport

Paul Pierce ákærður

Var um tíma einn besti leikmaður NBA deildarinnar
Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur
Innlent

Sundlaug Vesturbæjar opnar aftur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla
Heimur

Hamas sakar Ísrael um að hindra leit að líkum gísla

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“
Fólk

Svavar Knútur gagnrýnir umræðu um „krísu karlmennskunnar“

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi
Myndband
Heimur

Ellefu ferðamenn létust er flugvél hrapaði í skóglendi

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst
Innlent

Lögreglan biður fólk að fara heim sem allra fyrst

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu
Heimur

Stífla við Belgorod farin að leka eftir árás Úkraínu

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum
Myndir
Fólk

Ester reynir aftur að selja höllina í Laugardalnum

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að stela kjötbollum og lambalæri

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn
Heimur

Hinn sjötugi Kelsey Grammer eignast sitt áttunda barn

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu
Innlent

Halla fer fyrir krabbameinsráði Ölmu

Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

„Íslenskir stjórnmálamenn hafa líka lært leikinn“
„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Loka auglýsingu