
Richards Veiksans hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fangelsi.
Hann var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 17. ágúst 2025 staðið að innflutningi á samtals 900,99 grömm af metamfetamínkristöllum, með 79–81% styrkleika sem samsvarar 98–100% af metamfetamínklóríði, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi til Keflavíkurflugvallar, falin innvortis.
Hann játaði sök en var metið svo að hann væri aðeins burðardýr og hefði ekki tekið þátt í að skipuleggja smyglið. Hann hefur ekki áður hlotið dóm á Íslandi fyrir refsivert athæfi.
Veiksans var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 2.707.049 krónur í sakarkostnað.
Komment