
Fréttir hafa borist af því að nokkrum klukkustundum fyrir hrottalegan dauða Robs og Michele Reiner hafi þau sótt veislu sem bandaríski spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien hélt þar sem þau sáust rífast við son sinn, Nick. Mannlíf sagði frá því í gær en þríeykið er sagt hafa yfirgefið hina stjörnuprýdda veislu í kjölfarið. Nú hefur verið uppljóstrað um hvað rifrildið var.
Nú hefur komið í ljós að Nick varð „órólegur og æstur“ þegar foreldrar hans lýstu áhyggjum sínum af heilsu hans í veislu Conans, að sögn NBC.
Nick er einn af fjórum börnum hjónanna og hefur tjáð sig opinskátt um vandamál sín og fíkniefnabaráttu.
Rannsóknarlögreglumenn eiga von á að hitta saksóknara í dag þar sem Nick, sem var handtekinn í gær, gæti verið formlega ákærður fyrir morðin.

Komment