Greint var nýlega frá því í fjölmiðlum að maður í Hafnarfirði væri grunaður um kynferðisbrot gegn barni en foreldrar barnsins hafa opnað sig um málið í ítarlegu viðtali við Heimildina.
Í viðtalinu segir móðir drengsins frá því að hún hafi vaknað upp við að heyra útidyrahurð þeirra lokast um miðja nótt en hún taldi að þar væri frænka þeirra á ferð en hún bjó með fjölskyldunni.
Það er svo klukkan hálf sex sem sonur þeirra kemur í hjónaherbergið og segir „Það var maður inni í herberginu mínu.“
Faðir drengsins taldi að um slæman draum væri að ræða en móðirin mundi þá eftir að hafa heyrt í útidyrahurðinni. Sonurinn lýsti fyrir foreldrum sínum í kjölfarið að maðurinn hafi farið upp í rúm sitt og verið buxnalaus. Þá hafi maðurinn fært drenginn úr buxunum sem hann svaf í.
Foreldrarnir hringdu á lögregluna og hélt sonurinn áfram að segja þeim frá því sem gerðist. Þá mundi móðirin eftir að hafa fengið ítrekuð símtöl frá fyrrverandi samstarfsmanni sínum kvöldið áður, sem hún svaraði ekki, en segir konan að maðurinn hafi glímt við áfengisvandamál og skrifaði símtölin á það í upphafi.
Móðirin ákvað að sýna syni sínum mynd af samstarfsmanninum fyrrverandi og staðfesti sonurinn að hann væri maðurinn sem hann sá.
 
                    

 
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
    
Komment