Samkomulag hefur verið undirritað á milli íslenskra og kínverskra yfirvalda um heilbrigðis- og sóttvarnakröfur vegna útflutnings á íslenskum sjávar- og lagareldisafurðum til Kína en greint er frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum.
Samnkomulagið hefur verið nokkur ár í vinnslu og mun hafa mjög jákvæð áhrif á útflutning sjávar- og lagareldisafurða til Kína að sögn yfirvalda. „Undirritun fór fram í tengslum við heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Kína í október sl. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Þórir Ibsen undirritaði samkomulagið fyrir hönd Íslands,“ segir í tilkynningunni
„Kínversk yfirvöld vinna nú að innleiðingu samkomulagsins sem er áætlað er að taki tvær til þrjár vikur. Matvælastofnun mun annast útgáfu vottorða af hálfu Íslands, stofnunin mun á næstu dögum upplýsa útflytjendur nánar um efni samningsins.“


Komment