
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var rannsakaður af bankanum vegna mögulegs hagsmunaárekstrar en Heimildin greinir frá.
Hinn meinti hagsmunaárekstur felur í sér að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs, stýrir fjárfestingarsjóði sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Bankinn segir að málið hafa verið metið og segir að engar vísbendingar séu uppi að Ásgeir hafi miðlað upplýsingum til Helgu eða að viðskipti hennar dragi í efa óhlutdrægni seðlabankastjóra.
Upp hafa komið dæmi um hagsmunaárekstra maka eða ættingja í öðrum Evrópulöndum en Seðlabanki Íslands telur þau dæmi ekki sambærileg. Bankinn segir við Heimildina að Ásgeir sé bundinn ströngum trúnaði samkvæmt lögum.
„Að sama skapi er seðlabankastjóra óheimilt [...] að nýta sér trúnaðarupplýsingar sem hann kemst yfir vegna starfs síns í bankanum, þar á meðal í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum.“
Komment